Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 20

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 20
20 SKINFAXI þrjátíu ár, sem þau liafa slarfað samtímis. En verkum er þannig skipt með þeim, að livorugt þeirra getur kom- ið fram í þessu efni fyrir hins liönd. I. S. 1. fer einkum með íþróltastarfsemi í kaupstöðum og þétthýli, og með allsherjarkappleiki og heildarstjórn íþróttamála. U. M. F. I. liefir aftur á móti með liöndum meginliluta íþrótta- starfseminnar i sveitum og dreifbýli, þar sem öll að- staða er örðugust. — Þriðji nefndarmaðurinn gætir þar hagsmuna ríkisvaldsins og skólanna. En þar sem íþróttafræðsla og iþróttatamning skólanna er sú undir- staða, sem íþróUastarfsemi félaganna er reist á, getur varla verið liætta á, að hlutur skólanna verði fyrir horð borinn í nefndinni, þó að hinn eiginlegi fulltrúi þeirra sé þar i minnihluta. II. kafli. Stofnun iþróttasjóðs ælti að vera mjög þýð- ingarmikið atriði fyrir íþróttastarfsemina, og veltur þó mjög á því, að sjóðurinn fái öruggan og arðbæran tekju- stofn. Hefir íþróttamálanefndin ýmsar liugmyndir um það efni, en telur þá tíma, sem nú liða, ekki heppilega til að koma fram með þær. En undir því er gagnsemi íþróttalaganna vissulega að mjög verulegu leyti komin, að íþróttasjóður fái rífleg l'járráð. Fé úr íþróttasjóði hlýtur fyrst og fremst að fara til þess, að bæta aðstöðu og möguleika þjóðárinnar til íþróttaiðkana með mannvirkjum, svo sem íþróttavöll- um, sundlaugum, skíðabrautum o. s. frv. Þessir hlutir kosta yfirleitt meira fé en svo, að einstök íþróltafélög eða skólar séu fær um að koma þeim upp á eigin spýtur. En slík íþróttamannvirki eru oft meginskilyrði þess, að íþróttir verði iðkaðar eins og vera ber. Lögin ætlast til þess, að á stöðum, þar sem íþrótta- mannvirki eru gerð, sé sá áhugi fyrir liendi hjá iþrótta- félögum, skólum og einstaklingum, að þau vilji leggja og geti lagt eitlhvað verulegt af mörkum lil fram- kvæmdarinnar. Er ]>að einkum almenn vinna, sem ])css- ir aðilar hafa ráð á að leggja til. Þess vegna gera lögin

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.