Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 29

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 29
SKINFAXI 29 Halldór Kristjánsson: Gildi hugsjóna. Olckar timar eru tímar möguleikanna. Líklega liefur engin kynslóð átt eins mikið og kyn- slóð okkar af möguleikum til gleðilegs lífs. Undan- farna áratugi hafa menn stöðugt verið að koma auga á nýja og nýja möguleika, og enda að búa þá til. Ivrafta- verk, sem mannkynið hefur dreymt um i þúsundir ára, liafa orðið að veruleika. Og jafnvel þau lcraftaverk, sem menn hafði ekki órað fyrir, liafa gerzt. Mennirnir hafa fundið töfrasprotann til að Ijósta á steininn, svo að vatnið streymir fram. Hér á landi hafa möguleikarnir þróazt í hlutfalli við það, sem annarsstaðar hefur átt sér stað. 'Ýmiskonar tækni og þekking gerir hfskjör og lifsviðhorf okkar, sem nú erum ung, allt annað en feðra okkar og mæðra. Og við þvi er auðvitað ekki nema gott eitt að segja; en það vill svo illa til, að þessir möguleikar eru notaðie miður en skyldi. Þ® er liitt ennþá alvarlegra, að fólkið, sem stendur andspænis öllum þessum möguleikum, — öllum þessum verkefnum og lífsskilyrðum, •—• er ekki lífsglaðara en eldri kynslóðir. Nú er það öllum ljóst, að lífsgleðin er sjálf hamingja lífsins, hin eina, sem um er að ræða. Allt mannlíf er leit að henni. Það virðist því mjög öfugt, að sú æska, sem stendur andspænis mestum skilyrðum til hamingjuríkrar æfi, skuli ekki vera lífsglöðust að sama skapi. Sú staðrcynd gefur á- stæðu til ýmiskonar hugleiðinga. Hún hendir okkur á, að það eru ekki hin ytri kjör og ytri horfur, sem ráða hamingju mannsins. Það gerir hið innra líf, andlega lífið. Ógæfa kynslóðar okkar liggur í hjarta hennar sjálfrar. Hún er menningarlegt böl, skekkja i lífsskoð- unum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.