Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 30

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 30
:io SKINFAXI Ætli við þekkjum ekki 511 gáfaða unglinga, sem láta sér finnast fátt um allar hugsjónir, bera ekki virðingu fyrir neinu og er ekkert heilagt? Þeir henda gaman að áhugamálum annarra og gera sér far um að benda á ömurlegt fánýli í hugðarefnum þeirra. Þeir reyna að sýna mikilleik sinn í því, að standa óstuddir og finna galla á öllu. Þeim er það kappsmál, að geta sýnt fánýti alls. Það er eins og þeir leiti sér upphefðar i því, að leyna að þrýsta öllu niður fyrir sig. Þeir hæðast að hylli annarra við áhugamál sín. Allt er óvirðulegt að dómi þeirra. Því geta þeir ckkert virt. Þetta eru sjúkdómseinkenni kynslóðar okkar og við skulum reyna að skilja sjúkdóminn. Þetta er farsótt, sem borizt hefur hingað frá útlönd- um, eins og flestar aðrar drepsóttir. Góðir menn um heim allan hafa e. t. v. aldrei orðið fyrir eins almennum vonhrigðum og af heimsstyrjöld- inni 1914—’18. Þrátt fyrir hernaðarhug og vigbúnað margra þjóða og eigingirni og sérgæði marina yfirleitt voru það margir ágætir menn og vitrir, sem ekki trúðu því, að svo hræðileg heimska og viðbjóðsleg villi- mennska gæti átt sér stað. Þess vegna voru þeir marg- ir, sem spurðu eins og Matthías, þegar striðið brauzt út og geysaði í algleymingi: Hvar er menning nútím- ans? Þeir, sem trúðu áður á siðmenningu tuttugustu aldarinnar, en urðu svo vitni að siðleysi, eymd og feikn- um styrjaldarinnar, misstu margir sína fyrri trú. Þeim fannst þá oft að það, sem þeir böfðu áður treyst, væri fánýti. Þeim hafði brugðizt svo mikið. Það komu líka fljótt fram gáfaðir rithöfundar, sem höfðu beðið tjón á sálu sinni í hörmungum stríðsins. Þeir höfðu alizt upp við gífuryrði um menningu timanna, en síðan orðið vitni bölvunar og eyðileggingar. Þeir þjáðust af þjáningu þjóðanna og eymd mannkynsins. Þeim varð það nauðsyn, að svipta skýlu blekkinganna frá augum fólksins. Því réðust þeir með mislcunnar-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.