Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 32

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 32
32 SKINFAXI að frá þeim mönnum, sem tómleikinn rislir í hjarta og trúlausir eru á mannlífið, komi öðruvísi rit. Þetta ber ekki að taka svo, sem ég lialdi að trúleysi þessara tíma og afneitun lífsverðmætanna stafi beinlín- is eða eingöngu frá bókmenntatízkunni. Bókmenntirn- ar eru liáðar sama valdi og allt okkar þjóðlíf. Þær eru beygðar undir sama ánauðarok. Bókmenntatízkan er aðeins einn þáttur þjóðlífstízkunnar, en hún er voldug- asti þátturinn, því að hún vinnur mest að því, að móta hugsunarhátt og lífsviðliorf mannsins og ræður þannig töluvert yfir háttum komandi kynslóða. Hún á drjúgan þátt í sköpun tízku siðari tíma. Ég nefndi bér trúleysi, og þvi vil ég taka það fram, að ég á þar ekki við gengisleysi og ófremd einstakra trúarforma. Ég á við það, sem er öllum formum ofar og æðra. Trúarform, trúaratriði og trúarkreddur eru aldrei annað en form, brat og hýði, en liýðið er oft ó- missandi nauðsynlegt, vegna þess, að jiað verndar kjarn- ann. Kjarninn er það, sem gildi hefur, og hýðið aðeins vegna kjarnans. Það er því aukaatriði livernig það hýði er, sem verndar kjarnann, aðeins ef það verndar hann. Kjarninn, sem öllum trúarformum er æðri, er trúin sjálf, viðurkenning lífsverðmætanna, tilfinningin fyrir sannri fegurð lifsins, lotning fyrir dásemdum tilverunnar og iraustið á hinu guðdómlega. Þetta er ])að, sem kynslóð okkar vantar. 1 því liggur ógæfa hennar. Vegur vantrúarinnar er dauði. Sá maður, sem ekki sér neinn tilgang með lífi sínu, hvorki eilífan né stund- legan tilgang, getur ekki fundið lcröftum sínum neilt merkilegt viðfangsefni. Honum verður allt ómerkilegt. Allt er fánýti í augum hans. Hann getur ekki gengið neinu á hönd, því að ekkert er þess vert, að því sé þjón- að. Hann getur ekki borið virðingu fyrir lífinu, því að það er liégómi og fánýti. Hann getur ekki borið virð- ingu fyrir sjálfum sér, því að hann er þýðingarlaus maður í þýðingarlausri tilveru.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.