Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 40

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 40
40 SKINFAXI „Rífiim þessa kotungskofa,“ en þegar við segjum það ættum við að geta lialdið áfram með honum og sagt: „Reisum hallir“. Það var nauðsynlegt fyrir nokkurum áratugum, að niðurrifsstefna kæmi fram og ætti sér áberandi tök í andlegum leiðtogum Islendinga. Það var nauðsynlegt, svo að úreltar erfðakenningar stæðu oklt- ur ekki fyrir þrifum. Og það varð. Við fengum niður- rifsmenn, sem voru nauðsynlegir starfsmenn í þróunar- sögu þjóðlífsins. Þcirra starf var þjóðarnauðsyn. En nú cr svo komið, að eg veit ekki, hvað hægt er að rifa niður fyrir æskufólki þjóðarinnar yfirleitt, nema þá ef vera kynni heilbrigða, eðlilega og meðfædda lífstrú. En lifs- trúin er fjöregg okkar. Ef lienni er glatað, er öllu glat- að. Þess vegna er nú svo komið, — og það þarf öllu ungu fólki að verða og vera ljósl — að niðurrifsmenn vantrú- artíszkunnar eru eftirlegukindur, sem eru að herjast við drauga og ímyndanir sjálfra sín. Þeir eru flestir að sinna þörfum liðins tíma. Þeir eru orðnir nátttröll. Það er hér fyllilega aukatriði, að til er nokkuð af gömlu fólki og áhrifalausu með dauðar og úreltar lífsskoðanir. Það á eklci við, að andlegu leiðtogarnir miði allt við þá. Eng- inn verður spámaður, án þess að lala til æskunnar og framtíðarinnar. Látum þá dauðu grafa sína dauðu, en hugsum um þarfir hinna lifandi. Gerum okkur það ljóst, að nú er aðeins hægt að vinna fyrir æskuna, fyrir fram- líðina, fyrir þjóðina, með því að byggja upp. Þeir, sem nú vilja verða spámenn og leiðlogar íslenzkrar æsku og þannig móta komandi tíma, verða að leiða huga æskunnar að uppbyggingu. Taki þið eftir ])ví, hvaða rit- höfundar það eru, sem byggja ykkur upp, gefa ykkur lífstrú og liugsjónir. Þau einkenni eru nauðsyn allra tíma, en ef til vill einkum þessara. Þeir, sem vilja sinna þörfum dagsins í dag, og þar með þörfum allrar fram- líðar, skulu snúa huga sínum að uppbyggingu. Taki þið eftir þeim, sem leggja uppbyggingu þjóðhfsins lið í hók- menntalífi, stjórnmálalífi, atvinnulífi, eða hvar sem er.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.