Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 45

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 45
SlvlNFAXl 45 Guðmundur Davíðsson: Trjáplöntun I. HAUSTVINNA. Undirbúningur. 1. Veljið skógræktarsvæði í skjóli fyrir norðanátt, móti austri eða suðri, í þurrum jarðvegi. 2. Ef þess er kostur, þá grafið að haustinu plöntuhol- ur, sem á að gróðursetja í vorið eftir. Notið skóflu við holugerðina. 3. Strengið snúru yfir skóg- ræktarsvæðið og grafið hol- urnar meðfram henni. Ef landslagi er þannig háttað, að ekki verður notuð snúra, eru hoiurnar grafnar án hennar, með jöfnu millibili. 4. Hafið hvergi styttra en 1 meters bil milli holanna. 5. Hafið holuna skóflu- stungu á <lýpt og jafn viða eða vel það. Annars á dýpt og vidd holunnar að fara eft- ir stærð plönturótanna. 0. Látið ekki moldina úr fyrstu holunni, sem er grafin, ofan í hana aftur, heldur úr þeirri næstu og svo koll af kolli, þangað lil röðin er bú- in. Ilvolfið hnausnum ofan í holuna. Verður ])á neðsta moldin úr hverri holú ætið efst í þeirri næstu. 7. Fyllið holuna vel. Látið helzt ofurlitinn moldarlcúf á víðavangi. Guðmundur Daviðsson. vera upp af henni. Myljið stærstu kekkina. 8. tíf grasrótin er þétt, þá fláið þöku ofan af hverjum hnaus, hlutið hana í sundur í miðju og leggið hjá holunni. Látið grasrótina snúa niður. !). Þegar röðin er búin, þá færið snúruna um jafnlangt bil og er á milli holanna i röðinni. 10. Moldinni úr fyrstu hol- unni í annarri röð er síðan mokað ofan í síðustu holu úr fyrri röð. Bezt er að grafa holurnar undan miðju bili þeirra í næstu röð á undan. Þannig er haldið áfram yfir svæðið, þar lil búið er að

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.