Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 62

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 62
SKINFAXI 02 auðvilað segja, að höfðatalan sé ekki aðalatriðið. Og ég skal játa, að mannfjölgun félagsins væri of dýru verði keypt, ef áfengisflóð hefði fylgt þessari breytingu á félagslögunum. En ]>að bara sá enginn maður minnsta volt þeirra valna- vaxta. Fyrir 3—4 árum bólaði dálítið á áfengisnautn meðal ungra manna. Nú virðist hún horfin með öllu. Eg held því ckki fram, að þetta stafi af afnámi bindindisins. En þetta hefur gerzt þrátt fyrir það. Okkur Halldór Kristjánsson grein- ir ekki mikið á í skoðunum, eftir því sem eg skil hann í ræðu og ritgerðum. En okkur greinir ákaflega á um aðferðir til umbóta á mannfélagsmeinum. Við eruin víst sammála um það, að Umf. eigi að vinna á inóti spillingu i mannfélaginu, en glæða atorku og heiðarleik. Það er svo um ávirðingar manna, að þær eru margar og mislitar, sumar stærri en drykkjufýsn og tóbaksbölvun. Það er sjálfsagt, að félagsskapur vandaðrar æsku reyni að útrýma sem mestu af því, sem lýtir manngildi. Óhreinlyndi og ómennska, grimmýðgi og lausung, fingralengd og fláttskapur og ótal, ótal margt svipaðra tegunda, ætti auðvitað helzt að vera útlægt úr mannheimi strax á morgun. En hvernig á að fara að því, að losa veröldina við það hyski? Aldrei hef eg skilið þann hugsanagang, að taka eitt af mörgu illu út úr, t. d. víndrykkjutilhneigingu, og segja: Sá, sem Jietta drýgir, skal ekki hæfur í okkar félagsskap. En sam- Jiykkja þetta með þögn og afskiptaleysi: Hinir, sem hitt drýgja, geta verið þar átölulaust. Og eg spyr: Ilver er sá, sem er saklaus af öllum löstum? Það eyðir enginn vondri tilhneigingu með því að hrinda þeim, sem henni er haldinn, út úr félagsskap jafnaldra hans. Það er eins og að loka sjúkrahúsi fyrir sjúkum manni: Ekki verður leti breytt í dugnað á þann liátt, ekki lygahneigð i sannleikselsku, ekki undirferli í hreinlyndi og drengskap, ekki vínandaþorsta í hófsemi. Þeir, sem vilja og geta verið góðu börnin í þjóðfélögunum og leggja lið sitt til útrýmingar böli lastanna, skyldu ætíð beita góðum fyrirmyndum fyrst og fremst og hógværð, en aldrei offorsi. Ilógværðin laðar ætíð til fylgis. Offorsið stælir uppreisnar- anda. Eitt af því, sem II. Kr. varar ungmennafélagsskapinn við, er það, að ofurselja sig ofstæki í pólitík. Það eru einkum þrjár tegundir ofstækis, sem reynzt liafa liættulegar dómgreind manna og jafnvægi. En það eru kost-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.