Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 68

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 68
68 SKINFAXI Sainbandslaganna, sem ekkcrt leyfi cr til að breyta eða gera ógildan. .„Danmörk fcr með utanríkismál Islands“ er setning í III. 7. gr., sem íslendingar vilja ekki að standi í lögunum, þvi að þeir vilja sjálfir gæta landsréttinda sinna. „Danskir rílcisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á íslandi og íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar og gagnkvæmt. — — Bæði danskir og islenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, jafna heimild til fiskveiða innan landhelgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta á íslandi sömu rétt- inda'og íslenzk skip og gagnkvæmt,“ í II. (i. grein, eru setn- ingar, sem þeir vilja ekki að standi í lögunum, því að þær geta orðið til þess, að landgæðin verði dregin frá landsmönn- um og þroski þeirra hindraður. Líkt og arfi dregur frá og hindrar þroska jurtar í illa hirtum garði. Landsháttafræði (á ómáii hagfræðileg landafræði) er, að landgæði meginland- anna auka þroska stórþjóðanna og landgæði Islands auka þroska landsmanna. Landshættir norðurvega sköpuðu sjógarpa með réttari lieims- skoðun. Á íslandi rituðu afkomendur þeirra á tungu sína fremstu sögu, og l'remstur varð' Snorri. Ilelgi Péturss liefir ritað af svo miklu viti um þann þroska, sem þjóðin getur enn hiotið, að hans verður að minnast. Konungi þótti Snorri vera því til hindrunar, að hann gæti náð til sin landsrétt- indunum og lét drepa hann. Siðan eru liðin sjö hundruð ár á næsta ári. Þá er hægt að ljúka farsællega ágreiningi Dana og íslendinga, ef Danir hafa fallizt á, að setningarnar, sem skerða frelsi íslendinga, verði teknar burt og breyttu lögin gangi í gildi á hátíðinni. Einar Kristjánsson: Vestfirzku félögin. Ég átti því láni að fagna, að kynnast störfum vestfirzkra ungmennafélaga, á ferðalagi i okt. og nóvember siðastl. Ó- venjulega mikil veðurblíða gerði alla vegi greiða og færa, og það ásamt frábærri greiðvikni og gestrisni, gerði ferðalagið skemmtilegt. Félög þau, sem ég heimsótti, voru á svæðinu frá ísafjarðardjúpi og suður um Barðaströnd. Langar leiðir og torsóttar skilja á milil hinna einstöku fé-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.