Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 69

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 69
SKINFAXI 69 laga, og skapar þaö mikla erfiðlcika i stárfi vestfirzka ung- mennasambandsins. — Og það var ekki sízt vegna meðvit- undarinnar um þau erfiðu starfsskilyrði, sem mér varð það sérstakt gleðiefni, að hitta mörg velstarfandi félög þar vestra. Hér er ekki rúm til að skýra frá störfum hinna einstöku félaga, enda hefir undirritaður sent skýrslu til stjórnar U. M.F.Í., þar sem gerð er grein fyrir starfi og stefnu félaganna, eins og það kom ferðalangnum fyrir sjónir. Hér verður aðeins drepið á nokkra höfuðþætti, sem mér finnst einkenna vestfirzku félögin. Vestfirzku ungmennafélögin sem heild eru fyrst og fremst bindindisfélög. — Mér þykir sennilegt, að ekkert héraðssam- hand eigi hreinni skjöld í þeirn efnum, en vestfirzka sam- bandið. Víða eru starfandi tóbaksbindindisdeildir innan fé- laganna, og strangt áfengisbindindi i þeim öllum. — Á nokkr- um stöðum eru haldnar fjölmennar samkomur ár eftir ár, án þess að vinneyzla sjáist til lýta á nokkurum manni. Mér er líka sérstök ánægja að skýra frá því, að alstaðar þar sem bindindismálin bar á góma þar vestra, varð ég var góðs skiln- ings og mikils áhuga á því sviði. í einu félagi, U.M.F. Mýra- hrepps i Dýrafirði, starfar tóbaksbindindisdeild með um 40 mönnum. — Síðastliðið sumar vann deildin að garðrækt, og fékk um 5 tn. uppskeru af kartöflum síðastl. haust. Fleiri verkefni hefir deildin með höndum. U.M.F. Vorblóm á Ingj- aldssandi, hefir haft mikil áhrif á sviði bindindismálanna, þar sem enginn maður neytir áfengis i því byggðarlagi. Má án efa þakka það að allmiklu leyti starfsemi Vorblóms. Þessi tvö félög, sem nefnd hafa verið, eru dæmi þess, að innan U.M.F.V. eru bindindismálin ekki tekin neinum vettlingatök- um. — Sá annar aðalþáttur, sem mér þótti víða vel ræklur meðal félaganna, var málfundastarfsemi. í mörgum félögum eru haldnir G—8 fundir árlega, og er blaðaútgáfan einn stærsti þáttur þeirra. — í nokkrum félögum hafa blöðin komið út óslitið í þrjátiu ár. — Málfundirnir hljóta jafnan fyrst og fremst að byggja upp félagsskapinn hið innra, og sá þáttur er viða ræktur svo fyrirmynd er að, meðal vestf. ungmenna- félaga. En — sá þátturinn, sem mér finnst að Vestfirðingum ætti að vera mest kappsmál að efla, er iþróttastarfið, — í þeim efnum þurfa félögin að vinna marga sigra og stóra. Skíða- hreyfingin liefir að vísu átt vinsældum að fagna meðal vestf. ungmennafélaga, en í nokkrum félögum er skíðaíþróttin sú eina íþrótt, sem þau hafa stundað. Þetta þarf að breytast.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.