Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 70

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 70
70 SKINFAXI — Skilyrði lil iþróttastarfa cru að vísu að ýmsu leyti erfið ])ar vestra, m. a. með tillili lil að koma á sameiginlegum íþróttamótum. — En mér virðist manndómur Vestfirðinga yfirleitl svo mikill, að ég trúi tæpast, að hinir löngu firðir og háu fjöll geli torveldað eðlilegt samstarf Umf. á sviði íþróttanna. Reykjanesið, með sinni glæsilegu sundlaug og skilyrðuin til sjóbaðstaðar, getur orðið sú miðslöð íþróttalífsins við Djúpið, sem óviða ætti sinn líka. Núpsskóli verður að sjálfsögðu íþróttamiðstöð Önfirðinga og Dýrfirðinga. Arnfirðingar þurfa að eignast sína íþróttamiðstöð að Lauga- bóli i Mosdal, og verður það stærsta vérkefni Dagstjörnunnar. Sveinseyri verður miðstöð sundíþróttanna við Patreksfjörð, Tálknafjörð og víðar. Þannig mætti e. t. v. telja upp fleiri staði, en ég hygg, að það orki ekki tvímælis, að þeir staðir, sem þegar hafa verið nefndir, verði nú þegar og í framtíð- inni miðstöðvar vestfirzks íþróttalífs. — Nýja íþróttalöggjöfin léttir væntanlega baráttuna á þessu sviði. Þess er 1 íka að vænta, að bráðlega muni vestf. ungmennafélögin skipa sér þar í fremstu röð. Vestfirzkir ungmennafélagar! Haldið áfram á braut bind- indisbaráttunnar, og haldið þar merki ykkar hreinu, hér eftir sem hingað til. Látið ])ið málfundastörfin vekja og glæða hugsjónalíf ykkar og gera ykkur hæfari til almennra félags- legra starfa. Og síðast en ekki sízt, — eflið iþróttastarfið. Á því sviði bíða ykkar stærstu verkefnin, og — stærstu sigrar. F élagsmál. Ungmennasamband Norður-Þingeyinga hefur nýverið gengið i U.M.F.Í. I því eru 7 félög með um 270 félagsmenn samtals, en eilt þeirra, Umf. Langnesinga, hefur verið i U.M.F.Í. und- anfarin ár. Formaður sambandsins er Eggert Ólafsson í Lax- árdal i Þistilfirði, ritari Oddgeir Pétursson á Oddsstöðum á Slétlu og gjaldkeri Sigurður Jónsson að Sandfellshaga í Öxar- firði. Félögin eru öll vel starfandi, með þeim myndarskap, er einkennir norður-þingeyska menningu, en eiga örðugt um sam- starf vegna fjarlægða og erfiðra samgangna. Sambandið heldur

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.