Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 5
þess þó að láta í ljósi, hvað þeim þætti að blaðinu, og ekki hafa þeir hinir sömu ritað einn staf í blaðið til þess að bæta það og fullkomna“. Sjálfur kveðst Helgi finna sárt til þess í hve mörgu blaðinu sé ábótavant. Það hafi ekki komizt yfir að flytja nema brot af því, sem hann ætlaði í upphafi. „Ungmenna- félögin voru og eru hjartfólgnasta hugs- un mín“, segir hann í lok greinarinnar. Þessi ummæli sýndi Helgi einnig í verki. Ritstjóm Jónasar frá Hriflu Merk tímamót verða í sögu Skin- faxa, er Jónas Jónsson tekur við rit- stjórn blaðsins í október 1911. A þriðja sambandsþingi UMFl sumarið 1911 hafði Guðbrandur Magnússon verið kjörinn sambandsstjóri. — Jafnframt kaus þingið ritnefnd fyrir blaðið, og skipuðu hana þeir Guðbrandur Magn- ússon, Agúst Jósepsson og Tryggvi Þór hallsson. Ritnefndin réð Jónas til rit- stjórastarfsins. Jónas var þá aðeins 26 Þannig var fyrsta Landsmót UMFÍ auglýst í Skinfaxa í janúar 1911 íþróttamót IJ. M. F. íslands. Alment íþróttamól íyrir land alt fer fram. f Reykjavík á fímabilinu frá 17. til 25. jtiní n. k., þar sem mönnum gefst kosíur á að taka þátt i þessum íþróttum: Leikfimi — ísiensk glfma — Sund — Kapphiaup — Kappganga — Siökk (svo sem stangar-, iang- og hástökk) — Kasi (svo sem spjótkast, knattkast og kúluvarp) — Reiptog — Knatt- lelkur (fótknöttur) — Grísk-römversk glfma — HJólrelðar — Lyftingar. Þeir, seni æskja þáttöku, gefl sig fram víð leikfimiskennara Björn jakobsson f Reykjavík fyrir 1. maí n. k. Reykjavík, 26, jan. 1011. Fyrir hönd Ungmennafélaga ístatids. Bjöm Jakobsson. Quðmundur Sigutjónssoti. Hrlgi Valíýsson. SÍRurjón Pótursson. Porkcll A Clcmcntz. Á þessum fyrstu árum var að sjálf- sögðu fjallað um öll helztu áhugamál ungmennafélaganna frá upphafstíma- bilinu: Iþróttamál, félagsmál, skipulags mál, skógrækt, trúna á landið, lýðhá- skóla, fánamálið og hugmyndina um þegnskylduvinnu, sem síðan hefur öðru hverju verið að skjóta upp kollinum allt fram á okkar daga. Auk ritstjór- anna rita í blaðið: Steinþór Guðmunds- son, Bernharð Stefánsson, Brynjólfur frá Minna-Núpi, Jóhannes Friðlaugs- son (Ijóð), Þorkell Clemenz, Steinþór Guðmundsson o. fl. ára gamall kennari og var nýkominn frá námsdvöl erlendis. Hann var ó- venju vel upplýstur og fróður um er- lend málefni og sögu og glöggskyggn á íslenzk vandamál, jafnt menningarleg sem efnahagsleg. Hann flutti heim með sér ferskan gust jafnaðarstefnunnar og sagði allri kúgun, stjórnmálaspillingu og fátækt stríð á hendur. Eldlegur á- hugi hans og snjallar tillögur um menn- ingarlegar og verklegar framfarir þjóð- arinnar vöktu athygli. — Mestu máli skipti að vekja unga fólkið til skilnings á óréttlætinu, efla félagshyggju þess og SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.