Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 7

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 7
ýmissa þátta mannkynssögunnar, at- vinnulíf, ,,auðvaldsbölið“ og verkalýð. Hann bendir á, að almenn velmegun hafi ekki aukizt í iðnþróunarlöndunum í samræmi við verklegar framfarir og aukna framleiðslu. Þótt auðæfin í at- kvæðamestu ríkjum vestan hafs og austan ,,sé dregin saman með félags- vinnu, þá hefur því engu verið skeytt. „Hafði hver það, sem hönd festir á“ varð kjörorð aldarinnar! — Árangur- inn er sá, að sárafáir einstakling- ar í hverju landi sitja yfir ógnarauði, en alþýðan er jafnfátæk og hún var meðan lítið var framleitt.“ rýni sinni á stjórn þeirra varðandi ís- lenzk málefni. Honum svíður sárt, hversu Islendingar eru eftirbátar ann- ara siðaðra þjóða í menningu og verk- legum efnum. Hann hreyfir snemma hugmyndinni um eigin millilandaskip Islendinga og viðskipta- og mennta- tengsl við aðrar þjóðir en Dani, sem við getum ekkert lært af. Jónas skrifar hressilegar og rökviss- ar greinar um sundurleitustu efni: — Málvöndun, hafnargerð í Reykjavík, járnbrautir, verksmiðjur, Eimskipafél- ag Islands í þágu alþýðunnar, sem æv- inlega borgar öll flutningsgjöld, jarð- Grein Jónasar Jónssonar „Eru fátæklingar réttlausir?“ var upphafið af vægðarlausum árásum á þjóðfélagslegt óréttlæti. Myndin er af uppskipun á fiski í Reykjavík skömmu eftir aldamótin Hann skrifar um samgöngumálin og bendir á hið hörmulega ástand í vega- málum landsins. Vegirnir eru lífæðarn- ar í endurreisn hinna dreifðu byggðar- laga. 1 byggingarmálum sneiddi „stein- öldin“ í húsagerð fram hjá Islandi, en hin langvarandi ,,torföld“ geymi menn- inguna illa. Steinninn var ekki ein- ungis nauðsynlegur til húsbygginga heldur einnig til brúarsmíði. Jónas er óþreytandi í að benda á óheppileg á- hrif Dana á menningarlíf og viðskipta- líf íslendinga og er hatramur í gagn- næðisleysi í sveitum, heimilisiðnað, starfsemi listamanna og skálda og nauðsyn þess að bæta starfsskilyrði þeirra, „því listamennirnir eru upp- spretta andlegs afls og andlegs auðs. Þá skrifar hann mikið um skólamál og nýjungar í menntun æskunnar, dýrtíð- ina í höfuðstaðnum, leiklist, vinnuvís- indi, fátæktina í Reykjavík, atvinnu- leysið í kaupstöðum landsins, húsa- gerðarlist, fossaaflið og virkjanir, verzl unarmál, bókaútgáfu, tryggingamál, skattamál, refsilöggjöfina, sjávarútveg- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.