Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Síða 13

Skinfaxi - 01.04.1969, Síða 13
ingu. Sigurður metur stöðu og starfs- hætti ungmennafélaganna, telur þau hafa stóru menningarlegu hlutverki að gegna og leggur á ráðin um verkefni þeirra: „Það þarf að vekja skildutil- finningu hinnar uppvaxandi kynslóð- ar gagnvart landinu, jörðunum, en einkanlega kynstofninum, menning- unni.... Hér er nóg af viti og kröftum og góðum vilja til þess að færa sér í nyt þá kosti, sem framtíðin býður þjóð- inni. Það vantar ekki annað en að þeir menn, sem hugsa og vilja það sama, taki höndum saman. Og ungmennafé- lög Islands gætu tekið þá stefnu, að allt það bezta með þjóðinni skipaði sér smám saman imdir merki þeirra.“ Jafnan flytur blaðið margar grein- ar um íþróttir og líkamsmennt. Iþrótta skóli Sigurðar Greipssonar í Haukadal er kynntur og Valdimar Sveinbjörns- son kynnir handknattleik 1927. Gunn- laugur Björnsson skrifar margar grein- ar um margvísleg hugðarefni og stefnu mál ungmennafélaganna. Einnig skal vakin athygli á grein Finns Sigmunds- sonar í 18. árg. (1926) „Frjálsir menn frjáls náttúra“, sem fjallar um fossa- kvæði Einars Ben. og Þorsteins Erlings- sonar. Aðalsteinn Sigmundsson Til ísafjarðar Haustið 1928 gerist Gunnlaugur Bjömsson kennari á Hólum. Björn Guð mundsson, kennari og síðar skólastjóri á Núpi, tekur við ritstjóminni og út- gáfustaður blaðsins flyzt til Isafjarðar. Björn var ötull og traustur ungmenna- félagi og vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar. Guðmund- ur Jónsson frá Mosdal, sem þá var ritari UMFÍ, mun eirrnig hafa haft hönd í bagga um ritstjórnina og séð mikið um útgáfuna, enda búsettur á Isafirði. Aðalsteins þáttur Sigmundssonar Aðalsteinn Sigmundsson tekur við ritstjórn Skinfaxa frá og með 1930 og útgáfan flyzt aftur suður. Sama ár var hann kosinn formaður UMFl. Aðal- steinn vann langt og giftudrjúgt starf fyrir hreyfinguna og málgagn hennar, enda var hann miklum mannkostum búinn. Aðalsteinn var Þingeyingur að ætt, fæddur 1897. Hann var barna- kennari, lengst af á Eyrarbakka og í Reykjavík og var afburðamaður í því starfi. Hann lézt 1942. I fyrsta blaði sínu heitir Aðalsteinn því að birta meira en áður af leiðbein- SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.