Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 17

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 17
fjallað um þau mál á vettvangi sam- takanna, bæði á sambandsþingum og hér í blaðinu. Þegar Keflavíkursamn- ingurinn er á döfinni skrifar hann m.a.: „Þjóðfrelsið er hjartans mál ungmenna félaganna. Þau munu marka stefnuna skýrt sem fyrr og án þess að skoða hvaða flokkum og einstaklingum kem- ur bezt. Við ungmennafélagar viljum ekki selja landið okkar, hvorki fyrir vinfengi né fé, og ekki þótt stórveldi eigi í hlut og bjóði slíkt. Og við mun- um þora að standa við þessa stefnu okkar, jafnvel þótt þjóðin vilji fara varlega og kaupa sér sátt við erlent of- ríki.“ Skinfaxi lætur einnig einarðlega til sín heyra, þegar íslenzk stjórnarvöld semja um komu erlends herliðs til landsins árið 1951. A þessum árum hefjast nokki’ir greinarflokkar t. d. „Þættir um leik- list og leiksvið á íslandi“, „Uppruni og þróun dansins“, Landið og framtíðin“ og síðast en ekki sízt iþróttaþættir Þorsteins Einarssonar, sem voru mjög gagnlegir og komu í blaðinu í um 20 ár. Árið 1950 er fyrst skrifað um starfs- íþróttir í Skinfaxa, en á sambandsráðs- fundi þá um sumarið hafði verið fjall- að um málið. Þorsteinn Einarsson rit- ar mikið um starfsíþróttir þá og síðar og sömuleiðis Stefán Ólafur Jónsson, sem manna mest hefur unnið að þess- um málum hér á landi. Ymsir fleiri hafa um þessi mál ritað, og keppni í starfsíþróttum var hrundið af stað á landsmóti UMFÍ á Eiðum 1952. Skinfaxi var stækkaður í 3 hefti á ári 1951 samkvæmt ákvörðun sam- bandsráðsfundar 1950. 1957 koma út tvö hefti af ritinu und- ir ritstjórn Stefáns M. Gunnarssonar. Síðasti áratugur Farið verður stuttlega yfir sögu blaðsins síðustu árin, enda mun það æviskeið blaðsins flestum lesendum kunnugt. Guðmundur Gíslason Hagalín er ráð- inn ritstjóri 1958 og ritið verður 4 blöð á ári, 32 síður hvert. Guðmundur hætt- ir störfum í árslok 1960. Eiríkur J. Eiríksson sambandsstjóri tekur þá aft- ur við ritstjórn Skinfaxa. Hag blaðsins tók mjög að þrengja árið 1963, og leið árið 1964 án þess að nokkurt hefti kæmi út. Ráðamönnum samtakanna þótti þetta að vonum illt ástand, þvi blaðið hafði aldrei fallið niður neitt ár frá upphafi. Var undirritaður þá feng- inn til liðs við blaðið. Var þá liðið fast að landsmótinu að Laugarvatni og lítill tími til stefnu. Brugðið var á það ráð að snara út einu hefti í nafni ársins 1964, og 1.—2. hefti ársins 1965 tókst að koma út fyrir landsmót. Síðan hafa komið út 4 hefti af blaðinu árlega, eins og lög gera ráð fyrir. Eflum Skinfaxa Stjórn UMFÍ er einhuga um að nú skuli skorin upp herör í tilefni þessa merkisafmælis blaðsins, og ungmenna- félagar um land allt kvaddir til liðs við að útbreiða málgagn sitt. Um það var gerð ítarleg ályktun á sambandsráðs- fundi UMFÍ sl. haust, og er hún birt í síðasta hefti Skinfaxa. Til þess að tak- ast megi að gera Skinfaxa að öflugu og verðugu málgagni ungmennafélags- hreyfingarinnar verða ungmennafélag- ar að veita honum lið með því að leggja honum til efni, ræða í honum hin fjöl- mörgu áhugamál og viðfangsefni fél- aganna, gagnrýna hann og útbreiða hann. Eysteinn Þorvaldsson SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.