Skinfaxi - 01.04.1969, Side 19
Hinir nýju þjálfarar ásamt kennara sínum. Standandi frá vinstri: Jónas Traustason, Albert
Eymundsson, Sigurður Jónsson, Marteinn Sigurgeirsson, Ari Stefánsson, Höskuldur Höskulds-
son, Pálmi Bjarnason og Guðmundur Þórarinsson íþróttakennari. Sitjandi frá vinstri: Jóhann
P. Hansson, Ragnhciður Þorgrímsdóttir, Svanborg Siggeirsdóttir, Regína Höskuldsdóttir og
Þórólfur Þórlindsson.
skeiðin hafa gefið góða raun. Benedikt
heitinn Jakobsson sá um fyrstu nám-
skeiðin en síðan tók Guðmundur Þór-
arinsson við.
Góð byrjun
Þetta nýafstaðna þjálfunarnámskeið á
vegum UMFl er 8. námskeið 1. stigs.
Tveir stjórnarmenn UMFÍ, þeir Haf-
steinn Þorvaldsson og Valdimar Ósk-
arsson, voru viðstaddir slit námskeiðs-
ins og skýrðu frá því að stjórnin myndi
vinna að því að námskeið 2. stigs yrði
haldið þegar henta þætti fyrir þá 1.
stigs þjálfara, sem hug hefðu á að
halda áfram. Þorsteinn Einarsson var
einnig viðstaddur og afhenti hinum
nýju þjálfurum prófskírteinin fyrir
hönd skólastjóra Iþróttakennaraskól-
ans.
Kostur slíkra námskeiða í Reykjavík
fyrir ungmennafélaga er ekki aðeins
sá, að þeir geti notað dvalartíma sinn
þar sem bezt, heldur einnig að hér
menntast fólk, sem á sumrin fer til
hinna ýmsu byggðarlaga og leiðbeinir
hvert í sínu heimahéraði. UMFl fær
þannig tækifæri til að stuðla ofurlítið
að aukinni íþróttakennslu í héruðun-
um.
I viðtali við Skinfaxa lét Guðmund-
ur Þórarinsson vel af þessu námskeiði.
Ahugi þessa fólks væri góður og það
hefði fyllilega kunnáttu og hæfileika
til að gegna því hlutverki, sem þessi
áfangi ætlaði í þeim, en það væri fyrst
SKINFAXI
21