Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 20
og fremst að kenna byrjendum. Nú þyrftu þessir þjálfarar að fara út á meðal hinna yngri og leiðbeina þeim og ákveða svo, hvort þeir hafi ekki hug á að fara á námskeið 2. stigs. Að lok- um lét Guðmundur í ljós þá eindregnu skoðun, að engin von væri til þess að frjálsar íþróttir hæfust til vegs á ný hér á landi fyrr en búið væri að koma upp stórum hópi menntaðra leiðbein- enda. Stigakerfi þjálfaranámskeiðanna væri einmitt ágæt leið til þess. 12 þjálfarar 12 þjálfarar útskrifuðust af námskeið- inu. Þeir eru þessir: Albert Eymundsson, Höfn Hornafirði. Ari Stefánsson, Hólmavík, Strandasýslu. Jóhann P. Hansson, Seyðisfirði. Jónas Traustason, Vestmannaeyjum. Höskuldur Höskuldsson, Þingeyri. Marteinn Sigurgeirsson, Selfossi, Arnessýslu. Pálmi Bjamason, Árbakka, Landssveit, Rangárv.s. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá, Borgarfirði Regína Höskuldsdóttir, Þingeyri. Sigurður Jónsson, Selfossi, Ámessýslu. Svanborg Siggeirsdóttir, Baugstöðum, Árnessýslu Þórólfur Þórlindsson, Eskifirði. Hin ágæta íþróttakona Þuríður Jónsdóttir, HSK, hlaut hinn veglega afreksbikar Sam- vinnutrygginga sem fræknasti íþróttamaður 13. Landsmótsins. Til grundvallar voru lagðar skrár og útreikn. um alla keppendur, er hlutu mótsstig. Þuríður var önnur í 100 m. hlaupi og í langstökki og hún var í boðhlaupssveit HSK, sem vann 4x100 m boðhlaup. Þá sigr- aði hún í 100 m bringusundi og var í sveit HSK, sem sigraði í 4x50 m boðsundi. Einnig var hún 10. í spjótkasti og þátttakandi var hún í forkeppninni í handknattleik. — Þuríð- ur hlaut afreksbikarinn einnig fyrir Lands- mótið á Laugarvatni 1965 og sýnir þetta frá- bæran íþróttaferil. Myndin að ofan var tekin af Þuríði, er hún tók við bikarnum fyrir skömmu. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.