Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 21
Þegar litið er yfir 60 ára sögu UMFÍ, fer það ekki á milli mála að starfsemi ungmennafélaganna um land allt hefir á þessu tímabili verið leiðandi afl í hinu frjálsa félagsstarfi, og er enn. Það er því vel þess vert á þessum merku tímamótum, að skyggnast inn á vett- vang hins almenna félagsstarfs hjá ung- mennafélögunum í dag, og draga sam- an í stutt yfirlit svolítið brot af því, sem þar fer fram. Það er staðreynd, að fremur hljótt er um mörg þessi verkefni, þótt gagn- merk séu, og fáfræði almennings næsta furðuleg um margt sem þar er að ger- ast. Markmiðið hefir frá öndverðu verið, — Ræktun lands og lýðs á grundvelli ættjarðarástar, og þjóðrækni. — Meg- in þættir starfsins til þess að ná þessu markmiði hafa verið á sviði íþrótta- mála, andlegrar uppfræðslu og mál- verndunar, landgræðslu, skógræktar, og fjölþættrar félagsstarfsemi. Fjölbreytt íþróttastörf íþróttastarfsemin er yfirgripsmest þess ara þátta félagsstarfsins, og mestur fjöldi þátttakenda í því starfi. Sam- kvæmt skýrslum félaganna er fjöldi iðkenda um 10 þúsund og leggja þeir stund á 13 íþróttagreinar. Ætla má að fjöldi leiðbeinenda, launaðra og ólaun- aðra sé um 200. íþróttir eru nú æfðar allt árið um kring, og skiptast í sumar- og vetraríþróttir, íþróttir innanhúss, útiíþróttir, og starfsíþróttir. Æfinga- aðstaða er misjöfn en víðast hvar þol- anleg, ef nægur áhugi er fyrir hendi. Hin síðari ár hafa víða um land risið ný og glæsileg íþróttamannvirki, sem leiða til aukins starfs og fleiri iðkenda. Kappmót eru haldin og sótt innan héraðs og utan, og með bættum sam- göngum hefur þátttakan aukizt. Hér- aðssamböndin gangast nú árlega fyrir héraðsmótum í flestum greinum íþrótta og taka að sér í vaxandi mæli fram- kvæmd meistaramóta hinna einstöku sérsambanda innan ISÍ. UMFl hefur átt frumkvæðið að iðk- un og keppni í starfsíþróttum hér á landi, lagt hefur verið í mikla útgáfu- starfsemi fræðslurita um starfsíþrótt- ir, og á sl. sumri var unnið verulega að kynningu á þessum þætti félagsstarfs- SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.