Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 24

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 24
Á Landsmótunum kemur í ljós árangurinn af í- þróttastarfi og annari menningarstarfsemi ung- mennafélaganna. Myndin er af Laugarvatni, þegar 12. Landsmót UMFÍ var haldið. ar, enda vel til þeirra vandað um dag- skrárefni og alla framkvæmd. Ung- mennafélögin hafa með þessu starfi sínu viljað gera tilraun til þess að koma á samkomum með menningar- sniði fyrir fólk á öllum aldri, þar sem vín væri ekki haft um hönd, jafnframt því að skapa sér nokkrar tekjur til hins margháttaða félagsstarfs. Það gleðilega hefur gerzt, að tilraun þessi hefir heppnast með ágætum, og enn einu sinni hafa ungmennafélögin sýnt það í verki að þau gegna for- ystuhlutverki í félags- og skemmtana- lífi fólksins um land allt. Innan vé- banda ungmennafélaganna eru þeir starfskraftar eldri sem yngri, sem hafa reynslu og þekkingu til þess að fram- kvæma svona hluti. Fjármálin eru svo ef til vill mál mál- anna, og enn sem fyrr ofarlega á baugi hjá félögunum. Hið aukna félagsstarf krefst sífellt meira fjármagns. Hjá hér- aðssamböndunum og jafnvel einstaka félögum er starfsemin orðin svo um- fangsmikil og margþætt, að ekki verð- ur lengur hjá því komist að ráða laun- aða starfskrafta, auk þess sem miklum f jármunum er varið í þjálfun og ferða- lög íþróttafólks. — Fjárhagsleg aðstoð hins opinbera við UMFl í dag er næsta fátækleg þegar litið er yfir starfsvett- anginn, þótt smávægileg leiðrétting hafi þar á orðið á síðustu fjárlögum. Þakkarverður er stuðningur margra sveitarfélaga, sýslusjóða, félagasam- taka og einstaklinga við ungmenna- félög um land allt. Enn sem fyrr verða ungmennafélög- in þó mest að treysta á þegnskap og fórnarlund einstaklinganna í sínu margþætta starfi. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.