Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 30
íslands, er hann hvarf burt af íslandi — en á þeim árum var hann mjög um- deildur glímumaður. Pétur Sigfússon frá Halldórsstöðum, samtíðarmaður og glímufélagi Jóhannesar, segir svo um hann: „Jóhannes vildi flytja íslenzku glím- una út í heiminn, gera hana að einum lið alheimskappleikja. I þá viðleitni eyddi hann öllum sín- um beztu árum, og án þess að ég vilji leggja nokkurn dóm á það, hversu ár- angursrík sú viðleitni hefur orðið, þá vil ég fullyrða eitt — og tel það hafa meginþýðingu til að skýra glímumann- inn Jóhannes Jósefsson, — að það voru ekki kraftar, þyngd né ,,bolabrögð“, sem Jóhannes dró fram með sýningum sínum, sem aðalsmerki íslenzku glím- unnar, heldur krafðist hann skilyrðis- laust af okkur, sem með honum unnu, bragðfimi, léttleika, snarræðis og mýktar, — og þar var honum sjaldnast fullnægt." Jóhannes var foringi íslenzku glímu- mannanna, sem fóru á Ólympíuleikana í London 1908 og sýndu þar glímu við góðan orðstír. Hann var þátttakandi í grísk-rómverskri glímu (miðþungafl.) á sjálfum Olympíuleikjunum. Voru keppendur 24 og komst Jóhannes í fjögurra manna úrslit. Var hann álitinn einna líklegastur til sigurs, en meiddist og varð að ganga úr leik. Þegar verð- launum var úthlutað, rétti enska drottningin Jóharmesi heiðursskjal fyrir hreysti og drengilegan leik. Árin 1909—1927 dvaldist Jóhannes lengst af erlendis og sýndi íslenzka glímu, sjálfsvörn og kappglímur í fjöl- leikahúsum í Evrópu og Ameríku. — Þegar hann kom heim til Islands hóf hann undirbúning byggingar Hótel Borgar, sem tók til starfa 1930, og var hótelstjóri þar lengst af síðan. Ég sá Jóhannes fyrst á íþróttamóti í Borgarfirði, er hann hélt eldheita hvatningarræðu til íslenzkra íþrótta- manna, en þá var hann nýkominn að utan. Eg man, að mig langaði mjög til að sjá þennan fræga íþróttamann, sem hafði borið merki íslenzkra íþrótta víða um heim, og þegar ég sá hann sannfærðist ég um, að hann hefði borið það merki með mikilli prýði. Helgi Hjörvar Á jóladag 1965 andaðist Helgi Hjörvar. Hann hafði lengi legið rúmfastur, bæði heima og í sjúkrahúsi. Helgi var þjóð- kunnur maður, bæði sem útvarps- maður, rithöfundur og skólamaður. En hér mun ég einungis minnast hans, sem glímumanns. Helgi Hjörvar var ágætur glímumað- ur. Hann iðkaði mikið glímu á yngri árum og var þátttakandi í kappglím- um og sýningarglímum. Ást hans og áhugi á glímunni — þjóðaríþrótt okkar —- var aðdáanleg. Hann trúði því statt og stöðugt að glíman ætti framtíð fyrir sér hjá ísl- enzkri þjóð, og að eflingu glímunnar vann hann til hinztu stundar. Eg heimsótti hann í sjúkrahúsið síð- asta sumarið sem hann lifði, og þó hann gæti þá aðeins mælt örfá orð við mig ■— þá voru þau um glímuna — um það að glíman myndi lifa. Árið 1916 gaf Iþróttasamband Is- lands út Glímubókina. Helgi Hjörvar var í nefnd þeirri er skipuð var til und- 32 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.