Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 31

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 31
Mynd úr Glímubókinni 1961. Helgi Hjörvar (t. v.) sýnir vörn gegn mjaðmahnykk. Hinn glímumaðurinn er Magnús Kjaran. irbúnings þeirrar útgáfu og aðalhöf- undur Glímubókarinnar. Þeim sem lesið hafa Glímubókina, blandast ekki hugur um, að sú bók er frábærlega vel skrifuð. Helgi Hjörvar hafði einkar góða þekkingu og skilning á glímu og viðaði að sér miklum fróðleik og heimildum um glímuíþróttinna. Hann hefur ritað mikið um glímu, sem hér yrði of langt upp að telja, flutt erindi í útvarp um glímu, auk þess mun nú liggja mikið í handritum eftir hann um glímuna. Glímulýsingar Helga Hjörvars á kappglímum eru öllum minnisstæðar sem á hlýddu, enda fór þar saman þekking kunnáttumannsins á íþrótt- inni, sérstök málsnilld og frábær fram- sögn. Helgi Hjörvar var fæddur 20. ágúst 1888 í Drápuhlíð í Helgafellssveit. For- eldrar Salomon Sigurðsson bóndi 1 Drápuhlíð og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Erlingur Pálsson Erlingur Pálsson, formaður Sundsam- bands Islands, andaðist 22. október, 1966, tæplega 71 árs að aldri. Erlingur var fæddur 3. nóvember 1895 á Arhrauni á Skeiðum, sonur Páls Erlingssonar bónda þar, síðar sundkennara, og konu hans Ólafar Steingrímsdóttur. Erlingur fluttist með foreldrum sín- um til Reykjavíkur árið 1906 og var þar sundkennari með föður sínum á árunum 1908—1919. Starfaði hann þá ötullega í Ungmennafélagi Reykja- vikur. Hann má telja einn mesta sund- kappa á íslandi og í mörgu brautryðj- anda á sviði sundíþróttarinnar hér á landi. Hann synti Drangeyjarsund fyrst ur manna á eftir Gretti Ásmundarsyni, átta sinnum synti hann Nýárssund og svo mætti lengi telja. Erlingur Pálsson SKINFAXI 33

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.