Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 33

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 33
íslenzku Olympíufar- arnir 1912. Frá vinstri: Magnús Kjaran, Axel Kristjánsson, Kári Arngrímsson, Halldór Hansen, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Hallgrímur Benedikts- son, Sigurjón Péturs- son og Jón Halldórs- son (hlaupari) Er það ekki þannig, sem íþróttamenn vildu geta brugðizt við váveiflegum at- burðum og dugað? — Kári lá lengi á sjúkrahúsi í þessum sárum. Kári Arngrímsson, sem lengi var kenndur við Ljósavatn í Þingeyjar- sýslu, var fæddur 28. marz 1888 að Brettingsstöðum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Jónína Ásmundsdóttir frá Stöng í Mý- vatnssveit og Arngrímur Einarsson frá Krossi í Ljósavatnshreppi. Emil Tómasson Emil Tómasson lézt þann 11. septem- ber 1967 86 ára að aldri. Hann var fæddur 8. ágúst 1881 í Hraunbæjar- koti í Glæsibæjarhreppi. Faðir hans var Tómas Jónsson bóndi í Syðra- Krossanesi, en móðir Guðrún Guð- mundsdóttir frá Stóra-Dimhaga í Hörg- árdal. Emil ólst upp frá 7 ára aldri í TJlfsbæ í Bárðardal hjá Kristjáni Jóns- syni og konu hans Elínu Jónsdóttur frá Lundarbrekku. Emil hafði snemma áhuga á íþrótt- um og var barn að aldri, þegar hann hóf að æfa glímu, sem hann fékk mikl- ar mætur á og varð einn af snjöllustu glímumönnum okkar. Á þeim tíma var mikið um frækna glímumenn í Þingeyj- arsýslu og voru þar oft kappglímur háðar. Minnisstæðastur er Emil fyrir þátt- töku sína í Islandsglímunni 1906 og 1907. f báðum þessum glímum komst hann í úrslit. I fslandsglímunni 1906 glímdi hann til úrslita við þá Ólaf V. Davíðsson og Jóhannes Jósefsson, en eins og kunnugt er, bar Ólafur þar sig- ur af hólmi. í Íslandsglímunni 1907 gekk Emil næstur að vinningum Jó- hannesi Jósefssyni, og er þess sérstak- lega getið í blöðum frá þeim tíma, að Emil hafi glímt snilldarvel. í þeirri glímu hlaut hann alls 17 vinninga, en 20 voru þeir, sem luku þeirri glímu. Emil bar í brjósti alla ævi brennandi áhuga fyrir glímunni, framgangi henn- ar og að vel og drengilega væri glímt. Auk þess var hann mjög fróður um sögu glímunnar. Árið 1966 kom út bók um glímu þar SKINFAXI 35

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.