Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 34

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 34
Emil Tómasson sem hann rekur endurminningar sín- ar um glímuna og rifjar upp sagnir um hana. Bók þessi er vel og skemmtilega skrifuð. Úr hverri línu má lesa ást hans á glímunni og skynja næma fegurðar- kennd hans og hve mikið yndi hann hafði af hinni göfugu íþrótt — en um leið sorg hans og ég vil segja sára kvöl — ef illa og ódrengilega var glímt. Emil Tómasson bjó að Stuðulm í Reyðarfirði um 20 ára skeið, áður hafði hann dvalið í Noregi og Danmörku um 3ja ára skeið og kynnt sér þar land- búnað, en hann var búfræðingur frá Olafsdal. Emil var lengi dyravörður við Austurbæjarbarnaskólann í Reykja -vík. Jón Helgason Jón. Helgason, stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn, lézt 4. janúar 1968, 83 ára að aldri. Hann var fæddur 11. septem- ber 1884 á Grund í Höfðahverfi í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Helgi bóndi á Grund Helgason í Vest- ari-Krókum Jónssonar í Þúfu, og kona hans, Sigurfljóð ljósmóðir Einarsdótt- ir Sörenssonar, fædd á Granastöðum í Köldukinn. Þeir Jón og Jóhannes Jósefsson voru systrasynir. Það er ekki ætlun mín að rekja ævi- feril Jóns Helgasonar, svo margbreyti- legur sem hann er. Til þess skortir mig kunnugleika. En mig langar til að minn ast hans sem glímumanns með örfáum orðum. Jón mun hafa verið í hópi fremstu glímumanna sinnar samtíðar. Hann hafði alla þá eiginleika til að bera, sem góðan glímumann mega prýða. Hann fór ungur að árum að æfa glímu og náði þar mjög langt. Helztu glímubrögð Jóns voru: Krækja, klofbragð og sniðglíma. I Islandsglímunni 1907 var Jón meðal þátttakenda og var með 15 vinninga (jafn Fjalla-Bensa), en fyrir ofan þá að vinningum voru aðeins Jóhannes Jósefsson og Emil Tómasson. Um þessar mundir fór mjög að kveða að Jóni á glímusviðinu. Hann réðst í för með Jóhannesi Jósefssyni, er hann fór í víking við fjórða mann. Héðan héldu þeir fjórmenningarnir á brott í desembermánuði 1908, eftir að Jón hafði verið þátttakandi í grísk-róm- verskri kappglímu í Báruhúsinu í Reykjavík. Jón Helgason sýndi glímu í þessum löndum: Englandi, Noregi, Danmörku, Þýzkalandi, Hollandi, Austurríki, Ung- verjalandi, Italíu og Rússlandi. Árið 1909 sótti Jón Helgason um styrk til Alþingis, kr. 700,00 til að koma á stofn og starfrækja íþrótta- skóla í Reykjavík, sem hefði orðið vísir að fyrsta íþróttaskóla landsins, en þess ari umsókn hans mun hafa verið synj- að. Hann var þá búinn að vera í íþrótta 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.