Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 39

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 39
ið sér undan þeirri ábyrgð, sem á henni hvíl- ir þvi nú hefu þjóðin bæði þekkingu og fjár- hagslega getu til að kanna þessi vandamál og leysa þau. A þennan hátt einan geta Islendingar tryggt framtíð sína í landinu, og til þess að svo megi verða, ber hverjum þjóðfélagsþegni að greiða skuld sína við ættjörðina með virkri þátttöku í gróðurverndar og land- græðslustarfi." Hér mætti hæfa að vera svolítið róman- tískur og vitna í eitt erindi í kvæði eftir skáldið góða, Guðmund Böðvarsson: Þessi mynd er tekin á ráðstefnunni, sem ÆSÍ boðaði til um gróðureyðingu og landgræðslu. (ljósm. Gunnar V. Andrésson) Hve gott væri í dag að heyra Hvítbláins söngva. Það hlustar og bíður það land sem er ennþá í sárum: Það heitir á ykkur að hlúa að þess sprota og blómi, það hrópar á ykkur að firra sig blóði og tárum. — Það er ekki hermannsins hæll, það er landgræðslumannsins hönd, sem að ættjörð vor þráir á komandi árum. Ungir Islendingar eiga margar landgræðslu- hendur, og þær megna að klæða hið örfoka land gróðri á ný. E. Þ. Skýrsla um 13. Landsmótib Komin er út vönduð og ítarleg fjölrit- uð skýrsla um 13. Landsmót UMFl að Eiðum 1968. — Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, sem var mótsstjóri, hafði yfirumsjón og aðalvandann af- samningu skýrslunnar og útgáfu henn- ar. I skýrslunni er skrá um alla kepp- endur, árangur þeirra og einnig skrá með nöfnum allra annarra þátttakenda, svo sem í sýningum o. fl. og um starfs- menn mótsins. Þá er sýndur stigaút- reikningur allur. Er þetta hin vandað- asta heimild eins og skýrslan um 12. landsmótið að Laugarvatni, sem gefin var út í sama formi. SKINFAXI 41

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.