Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 40

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 40
Heilsan Skinfaxi hefur fengið hinn góð- kunna íþrótta- kennara Guðm. Þórarinsson til að taka að sér þennan íþrótta- þátt, og má það vera öllum les- endum blaðsins ánœgjuefni. — Guðmundur er öllu íþróttafólki kunnur fyrir störf sín. Hann hefur starfað mikið með ung- mennafélögum síðustu árin, bæði sem þjálf- ari og kennari á þjálfaranámskeiðum. — Myndin, sem hér fylgir, er tekin af Guðmundi á Landsmótinu á Eiðum síðastliðið sumar. Þess hefur verið farið á leit við mig að ég skrifi nokkra þætti fyrir Skinfaxa er fjalli um íþróttir. Um hvaða þætti þeirra ég vilji skrifa er mér í sjálfsvald sett, aðeins að ég telji það þess virði að um sé ritað. Mun ég svo gera mitt bezta. Þegar þetta er ritað og undanfarnar vikur hefi ég staðið fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í frjálsum íþróttum á vegum Iþróttakennaraskóla Islands og UMFÍ. Það er því ekki að undra þótt ég hafi hugsað mikið um þá þætti í- þróttanna og um framhaldsatriði slíkra námskeiða, og nauðsyn þess að hafa vettvang fyrir frekari skýringar og þjálfunarráð til handa leiðbeinendum og íþróttafólki. Eg mun þó ekki strax fara inn á það svið heldur langar mig í byrjun að fjalla um annan þátt íþróttamála lands- manna, sem snertir okkur öll, þig jafnt sem mig. Ég átti því láni að fagna að starfa að íþróttakennslu og íþróttamennt meðal frænda okkar Svía, og var þá ekki hægt annað en komast í náin kynni við og hrífast af öllu starfi þeirra að aukinni líkamsrækt almennings, er á þeirra tungu nefnist ,,hálsotráning“ 42 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.