Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 41

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 41
Hver einstaklingur komi sér upp varasjóði þreks og úthalds. í þessum tilgangi er hlaupið og skokkað úti á víðavangi. og ég hefi þýtt eftir merkingu orðanna og nefni heilsuþjálfun. Þessi þjálfun hefur það að markmiði, og á það er lögð afar mikil áherzla, að skapa þjóðinni allri, ekki aðeins ein- stökum afreksmönnum heldur öllum almenningi, meira úthald — þol — en hver einstaklingur hefur þörf fyrir við dagleg störf sín, þegar þau eru hvað erfiðust. Með öðrum orðum, að hver einstaklingur komi sér upp varasjóði þreks og úthalds, svo daglegt starf geti ætíð farið honum létt úr hendi, enda þótt það óvænt verði miklum mun erf- iðara en venjulega. Þetta er á öllum Norðurlöndum nefnt sama nafninu og kallað ,,kondition“ — þol. Ráðið til að afla sér þessa þols, sem sífellt er þar hamrað á, og allir eru sannfærðir um að sé öllum til góðs, sem eftir því fara, er, að fara út eftir vinnu og hreyfa sig — ,,motionera“. Að áróður þessi beri árangur má glögglega sjá dag hvern, því fólk fjöl- mennir út í skóginn og náttúruna til þess að fara þar sinn æfingahring, mis- jafnan langan og erfiðan eins og ætíð, þegar margir eru að. Það er gaman að vera viðstaddur, þegar þetta fólk kem- ur til baka eftir langan eða skamman tíma mjög misjafnlega þreytt, því allir eru þá jafn kátir og andlega endur- nærðir. Það hefur verið haft fyrir satt, að Svíar séu þungir og seinteknir í við- kynningu, en þeir sem hafa stundað ,,motion“ með þeim vita að svo er ekki, því í hóp þeirra, sem vilja ,,motionera“ er öllum tekið tveim höndum. Ég sannfærðist um að ,,motion“ al- mennings væri nauðsynjamál og mun því setja saman nokkra þætti um það, en þar sem ég er ekki sérlega mikill málamaður, hefur mér ekki tekizt að finna íslenzk nöfn á öll þau hugtök, er ég hefi vanizt að nota, og heldur ekki getað fundið orð yfir þau hjá öðrum, sem um mál þessi hafa ritað, Þætti mér afar vænt um ef lesendur þessa SKINFAXI 43

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.