Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 42

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 42
þáttar míns í Skinfaxa vildu gera svo vel að hjálpa mér um góð íslenzk orð yfir þessi tvö hugtök Norðurlandaþjóð- anna „rnotion" og að motionera“, þeg- ar þau eru notuð í þeirri merkingu, er að framan hefur verið lýst. Eg hefi reynt að skilgreina hvað ég á við með heilsuþjálfun og vil því enda þessa grein mína með því að setja skil- greiningu mína, sem auðvitað er í anda þess , sem ég kynntist og starfaði eftir í Svíþjóð, fram á eftirfarandi hátt, ef það gæti auðveldað einhverjum að átta sig á við hvað sé átt. HEILSUÞJÁLFUN er þjálfun, sem hefur að markmiði: 1. að styrkja hina veikari vöðva líkam- ans og koma með því í veg fyrir þau Heilsuþjálfun fyrir konur og karla á öllum aldri allan ársins hring er það sem koma skal óþægindi, sem þessir aflminni vöðv- ar gætu orsakað. 2. Að reyna að viðhalda hreyfanleik liðamótanna. 3. Að auka þol og þrelc einstaklingsins svo, að greinilegur munur verði á því, sem líkaminn getur framkvæmt þegar mest á reynir, og þeim kröf- um, sem hið daglega líf gerir til líkamans. Alm. Reglur fyrir heilsuþjálfun eru: 1. Æfingarnar eiga að hefjast varlega. 2. Æfingarnar verða að miðast við þá þjálfun, sem hver og einn er í. Erfiði æfinganna skal aukast hægt jafnt og þétt að vissu marki, sem er breyti- legt eftir einstaklingum. — Engar stökkbreytingar á erfiði æfinganna. 3. Æfa verður reglulega. 44 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.