Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags SJÁLFBÆR ÞRÓUN - TIL HVERS OG FYRIR HVERJA? Hver er staða sjálfbærrar þróunar á íslandi? Hvaða árangur hefur náðst? Hvert stefnir? Slíkar spumingar leita æ meira á hugann eftir því sem árin líða. Hugmyndafræði sjálfbærrar þró- unar, sem var nánast fullsköpuð árið 1985 þegar Brundtland-skýrslan kom út, ætti fyrir löngu að vera búin að slíta bamsskónum. Hugmyndafræðin var útfærð nánar á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1992, m.a. í Ríó-yfirlýsingunni og í framkvæmda- áætluninni Dagskrá 21. Þar með höfðu þjóðir heims fengið skýrar grunnreglur og viðmið í hendumar til að móta og innleiða sjálfbæra þróun. Það ferli hefur hinsvegar víða dregist og efndir orðið mun minni en vonir stóðu til. Ein helsta rót þessa vanda - ekki síst hérlendis - er að umræðan um sjálf- bæra þróun lenti snemma á ákveðnum villigötum þar sem miklar einfaldanir á hugmyndafræðinni stýrðu hugsun og athöfnum. Framanaf var þannig algengast að líta á sjálfbæra þróun fyrst og fremst sem sjálfbæra nýtingu, sem oftast var þá skilin sem hámarksnotk- un endumýjanlegra auðlinda. Sjálfbær nýting er vissulega mikilvægur þáttur í sjálfbærri þróun, því afleiðingar rán- yrkju ættu að vera hverjum manni Ijósar. Gallinn er hinsvegar sá að þetta er mikil ofureinföldun á hugmynda- fræðinni. Hámarks-auðlindanýting er heldur ekki megintakmark sjálfbærrar þróunar. Með því að einblína á nýting- arþáttinn skapast líka hætta á því að efnahagsleg rök verði ráðandi í umræðunni. Þeir sem taka þennan pól í hæðina em e.t.v. tilbúmr að taka umhverfismálin til skoðunar upp að ákveðnu marki en líta þá oftast á þau sem ytri, takmarkandi þátt sem „taka þurfi tillit til" við auðlindanýtingu, en ekki sem grunnforsendu hennar. Önnur algeng ofureinföldun felst í því að setja jafnaðarmerki á milli sjálf- bærrar þróunar og umhverfismála. Umhverfis- og náttúruvernd er lykil- atriði í sjálfbærri þróun en hún er hinsvegar ekki umhverfisstefna í hefðbundnum skilningi heldur umhverfis- og þróunarstefna, þ.e. stefna sem leitast við að samþætta þessa tvo ólíku og jafnvel stundum talsvert stríðandi málaflokka. Ef ein- blínt er á umhverfisþáttinn er ekki einungis hætt við að þróunarþátt- urinn gleymist, heldur skapast til- hneiging til að fella hvaðeina sem varðar umhverfis- og náttúmvemd undir sjálfbæra þróun og láta þar staðar numið. Undir slíkum kring- umstæðum verður stefnumótun um sjálfbæra þróun lítið meira en samtín- ingur hinna og þessara aðgerða í umhverfis- eða náttúruverndarmál- um, með óljós tengsl innbyrðis og litla sem enga skírskotun í sameiginlegan hugmyndagmnn. Þriðja ofureinföldunin felst í því að líta á sjálfbæra þróun þannig að hún varði fyrst og fremst framkomu okkar gagnvart komandi kynslóðum. Hér er enn og aftur byggt á mikilvægum sann- leikskjama, því framtíðaríbúar jarð- arinnar munu óhjákvæmilega gjalda fyrir það ef ekki tekst að koma böndum á ofnýtingu, sóun, mengun, tegundaút- dauða og sívaxandi fátækt og heilsu- vandamál (svo fátt eitt sé nefnt) sem eiga rætur sínar í ósjálfbæmm fram- leiðslu- og neysluvenjum núlifandi manna, einkum í iðnríkjun-um. Við megum samt ekki horfa svo stíft til framtíðarinnar að samtíminn gleymist - allra brýnustu verkefni sjálfbærrar þróunar lúta þvert á móti að þeim sem búa við verstu fátæktina í dag. Ein helsta rót þessa vanda er misskipting gæða og því þarf sjálfbær þróun að stuðla að auknum jöfnuði, ekki aðeins á milli núlifandi og komandi kynslóða heldur einnig á milli okkar sem nú deilum með okkur jörðinni. Sjálfbær þróun getur aldrei orðið að vemleika ef aðeins er horft á einn þátt hennar, hversu mikilvægur sem hann kann annars að vera. Horfa þarf heild- stætt á viðfangsefnin og skoða hvert þeirra ávallt út frá því hvemig þau samræmast öllum meginþáttum hug- myndafræðinnar. Gjaman er litið svo á að sjálfbær þróun hafi þrjár stoðir eða undirstöðuþætti - umhverfi, samfélag og efnahag. Á milli allra þessara þátta þurfa að ríkja jákvæð, gagnvirk tengsl til þess að þróun geti talist sjálfbær. í hnotskum má segja að efnahagsþátt- urinn sé drifkraftur breytinga eða vaxt- ar (þar sem við á), umhverfið setji hag- rænni starfsemi forsendur og takmarkanir (enda byggist sú starfsemi fyrst og fremst á gæðum náttúmnnar) en tilgangur þessa alls ákvarðist þó fyrst og fremst af samfélagslegum markmiðum. Hagvöxtur sem leiðir til ofnýtingar náttúmgæða og/ eða meng- unar er ekki sjálfbær, né heldur vöxtur sem á sér stað án þess að af honum hljótist betra, þroskaðra samfélag og bættur hagur þeirra sem minnst mega sín. Hugtakið þroski er lykilatriði hér, enda fer betur á því að þýða orðið development sem þroska fremur en þróun. í sinni fyllstu mynd er sjálfbær þróun afar margþætt og metnaðarfull hugmyndafræði sem varðar ekki aðeins baráttu gegn fátækt, umhverfis- vernd, auðlindanýtingu og skyldur gagnvart núlifandi og komandi kyn- slóðum heldur einnig þætti eins og frið og öiyggi, heilsu, lýðræði og jafnrétti. í þroskahugtakinu felst kannski stærsti sannleikskjarni í sjálfbærri þróun, kjami sem okkur hefur að miklu leyti yfirsést - eða við kosið að horfa framhjá - málið snýst ekki aðeins um það hvemig við bætum heiminn heldur hvers konar samfélag við viljum búa til og búa í, bæði á heimsvísu og heima fyrir. Það er löngu orðið tímabært að taka ærlega til hendinni. Þorvarður Árnason, doktor í umhverfisfræðum og for- stöðumaður Fræðaseturs Hdskóla íslands á Hornafirði. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.