Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Yfirlitskort afMýrum með bæjum, vötnum og kennileitum sem getið er ímegin- máli. - Map ofthe Mýrar area with the names offarms, lakes, and landmarks mentioned in the text. Teikn./Drawing: Anette Meier. sjaldgæfir fyrir landnám og helst fylgt eldgosum. Við landnám varð hins vegar breyting á og hófst þá stór- felldur sviðningur skóga og kjarr- lendis með tilheyrandi eldum. Frá þeim tíma hefur sina verið brennd til að eyða kjarri og bæta land til beitar. Það að menn missi tök á eldinum er ekkert nýtt, eins og lesa má um í ann- álum.25 Grétar Guðbergsson greinir frá nokkrum gömlum heimildum um mikla sinuelda.26 í Skarðsannál (1400-1800) er fjallað um sinubruna og í Biskupaannálum Jóns Egils- sonar segir frá tveimur slíkum á 16. öld, annars vegar Ulfhildarbrennu, þar sem talið er að 20-30 km2 lands í Biskupstungum hafi brunnið, og hins vegar eldi í Þingvallaskógi sem kom upp um fardaga árið 1586 og brann allt fram yfir þinghald. í Sjávarborgarannál segir að í maí 1639 hafi bóndinn í Langholti í Flóa misst sinueld út á annarra manna jarðir, þannig að hann brenndi land á 13 jörðum til útsuðurs. Ekki er vitað hversu stórt svæði brann í þeim eldum en líklegt er að það hafi skipt tugum ferkílómetra. Það er eftirtektarvert að allir þessir eldar urðu á sunnanverðu landinu sem bendir til að þar séu einna helst umhverfisskilyrði sem geta leitt til slíkra stórelda. Þau eru annars vegar víðáttumikið snjólétt land með gróskumiklum gróðri og hins vegar viðvarandi þurraþræs- ingur að vori sem þurrkar upp sinu, kvistgróður og mosa og gerir eld- fiman. Þegar spretta hefst dregur hins vegar úr eldhættu. Á sunnan- verðu landinu er það einkum lang- vinnur norðaustanvindur sem skapar aðstæður sem geta leitt til sinubruna, eins og dæmin sýna í stóreldum fyrri alda, sinueldunum á Mýrum 2006 og mosaeldunum á Miðdalsheiði 2007. Dæmi eru um skæða gróðurelda á Norðurlandi. Þann 24. júní 1956 kom upp mikill eldur í fjalldrapa og lyng- móa á Hvammsheiði, í landi Árbótar í Aðaldal. Talið er að eldurinn hafi kviknað af völdum grasafólks sem var þar á heiðinni dagana á undan. Slökkvistarf var erfiðleikum bundið en hvasst var af suðvestri, land mjög þurrt eftir langvarandi þurrka og mik- ill kvistgróður í landinu. Það tók um sólarhring að komast fyrir eldinn og var það gert með því að beita tveimur jarðýtum umliverfis brunasvæðið og gera djúpa rás í gróðursvörðinn sem eldurinn stöðvaðist við. Heiðarlandið sem brann var rúmlega 1 km2. Þar var gróður allur gereyddur og jarðvegur sumstaðar brunninn niður í mold. Þessi eldur átti sér ekki hliðstæðu á þessum slóðum (Morgunblaðið 5. mynd. Flugmynd tekin til norðurs yfir brunasvæðið mánuði eftir eldana. Brunnið land kemur misvel fram. Bærinn {forgrunni er Laxárholt en Hólsvatn og Steinatjörn eru fyrir miðri mynd. - Aerial view to the north of the burned area a month after the fires. Ljósm./Photo: Kristinn Haukur Skarphéðinsson. 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.