Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 30. mars 14.00 31. mars 1-apríl 30. mars 31. mars 17 00 1. npríl 8. mynd. Gangur eldanna samkvæmt gervitunglamyndum og frásögnum sjónarvotta. Rauður litur sýnir hvar eldar loga á þeim tíma sem sýndur er á tímakvarðanum neðan við hverja mynd. Liturinn verður þvídekkri sem lengra er um liðið síðan eldarfóru yfir svæðið. Rauður punktur áfyrstu mynd sýnir hvar eldurinn kom upp. - Schematic maps ofthefire progression, based on eyewitness accounts and satellite data. Teikn./Drawing: Anette Meier. 30. mars Upptök eldanna voru rétt sunnan við þjóðveginn, liðlega 1 km vestur af Bretavatni (4. mynd). Líklegt er að þeir hafi kviknað út frá logandi sígarettu sem kastað hefur verið úr bíl á ferð um veginn upp úr kl. 8 að morgni. Maður sem ekið hafði veginn um kl. 7:30 varð hins vegar einskis var. Um kl. 8:30 fór flutn- ingabíll um veginn og var eldur þá kominn upp og hafði breiðst niður fyrir Fíflholt um 1,5 km frá upp- tökum (8. mynd A). Veðurgögn frá Fíflholtum sýna að norðaustanvind- ur, um 10 m á sekúndu, var þegar eldur kom upp en vindhraði fór vaxandi fram til kl. 13, er hann náði 14 m á sekúndu. Stífur vindur hélst til kl. 18 er tók að lægja (9. mynd). Flest vötn á svæðinu voru ísilögð og barst eldurinn yfir þau með fjúk- andi glóð. Eldurinn fór mjög hratt niður fló- ann undan vindinum en tók einnig að breiðast hægt út til hliðanna og upp á móti vindi. Þegar slökkvilið kom á svæðið um kl. 10:30 var eld- urinn kominn niður á móts við Einholtasel. Um kl. 12:30 hafði eldur náð fram til sjávar (8. mynd B). Eftir að eldurinn náði til sjávar tók hann að brenna upp flóann á móti vindi í átt að Skíðsholtum. Hann hélt svo áfram suður fyrir Hólsvatn inn í land Laxárholts. Einnig breikkaði brunasvæðið hægt og sígandi allt frá upptökum til sjávar, einkum til austurs. Að kvöldi 30. mars gekk vindur talsvert niður og hægði þá á útbreiðslu eldanna. 31. mars Upp úr miðnætti herti vind aftur (9. mynd) og færðust þá eldarnir í aukana. Tóku þeir að berast suður eftir flóanum austan við Skíðsholt. Undir kl. 15 var eldurinn stöðvaður við veginn austur af Laxárholti (8. mynd C). Um svipað leyti breidd- ist eldurinn hins vegar austur yfir miðsveitarveginn við Hamra og brann þar allt til kvölds á tiltölulega mjórri tungu meðfram hamrabeltinu 89

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.