Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 15
Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jón Ólafsson, Sólveig R. Ólafsdóttir og Jóhannes Briem Vatnsföll og vist- KERFI STRANDSJÁVAR Þegar árvatn berst til sjávar myndast strandsjór sem glöggt má greina frá fullsöltum sjó af eðlis- og efnaeiginleikum hans. Hér er þessum eiginleikum lýst og því hvað gerist í strandsjónum, einkum að vorlagi við ísland. Þar kemur strandstraumur við sögu, næringarefnabúskapur og tengsl við hrygningarstöðvar og nýliðun þorsks. Landgrunn eru lítið brot af flatarmáli heimshafanna en frumframleiðni er þar miklu meiri en víðast í úthafinu og þau gefa af sér stóran hluta sjávarfangs þess sem mannfólkið aflar sér. Landgrunnssvæðin taka við því sem berst til sjávar frá þurrlendinu: árvatni, uppleystum efnum og föst- um efnum í grugglausn. í aldanna rás hefur álag á strandsvæði sífellt aukist og þar hafa orðið breytingar, bæði vegna athafna manna og breytileika náttúrunnar, t.d. veður- fars. Menn hafa breytt næringar- efnaflæði til strandsvæða með úrgangi frá landbúnaði, iðnaði og þéttbýli. Rennsli ferskvatns til sjávar hefur breyst með vatnsmiðlun, áveitum og breytingum á árfarveg- um.1 Víða hafa menn aðeins óljósar hugmyndir um það hvernig aðstæð- ur hafi áður verið. Mikilvægi strand- sjávarins og aðsteðjandi breytingar 2. mynd. Strandsjór við Suður- og Vesturland 16. október 2002. Grugg frd jökulám sýnir hvernig flæðið er vestur með suðurströndinni, fyrir Reykjanes og inn á Faxaflóa. Hvtta línan suður af Krísuvíkurbjargi sýnir snið þar sem rannsóknir hafa verið unnar að vorlagi (5. mynd) ograuði depillinn er áþeim stað þar sem straummæli var lagt vorið 1983 (6. mynd). Myndin erfrá Terra-gervihnattarnemanum og birt með heimild MODIS Rapid Response Project at NASA/GSFC. - Coastal water at South and Southwest Iceland 16 October 2002. The coastal currentflow westward and past Reykjanes into Faxaflói carries suspended particles from glacial rivers. The white line south of Krísuvíkurbjarg marks a transect of stations which have been studied in the springtime (Fig. 5) and the red dot is the location in 1983 of a current meter mooring (Fig. 6). Image courtesy of MODIS Rapid Response Project at NASA/GSFC. Náttúrufræðingurinn 76 (3-4), bls. 95-108, 2008 95

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.