Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 29
Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hrönn Egilsdóttir og Bjarni K. Kristjánsson DVERGBLEIKJA í GRENND VIÐ JÖKULSÁ Á Fjöllum ísland býður upp á fjölbreytt ferskvatnsbúsvæði fyrir lífverur1^ en þrátt fyrir það er hér aðeins að finna sex tegundir ferskvatnsfiska. Ástæðan fyrir þessu er líklega tvíþætt. Annars vegar er langt til meginlanda og ísland ein- angruð eyja umlukin hafi. Hins vegar er stutt síðan ísaldarjökllinn hörfaði og búsvæði ferskvatnsfiska urðu aðgengileg.1 Þrátt fyrir lítinn tegundafjöl- breytileika er fjölbreytileiki innan ákveðinna tegunda mikill hér á landi.5'6 Helst hefur athygli vísindamanna beinst að hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikju (Salvelinus alpinus) í því sambandi, en innan beggja tegunda má finna hin ýmsu afbrigði sem sýna mismunandi aðlögun að ólíkum búsvæð- um.7'8 Talið er að samsvæða afbrigðamyndun eigi sér helst stað þar sem ólíkar vistir eru til staðar í vatni og bjóða upp á mismunandi sérhæfingu.9 í flestum tilfellum lifa tvö afbrigði saman í vötnum. Þingvallavatn hefur vakið sérstaka athygli vísindamanna í þessu sambandi, en þar er að finna fjögur afbrigði bleikju sem eru gerólík hvað varðar val á fæðu og búsvæð- um. Þessi afbrigði eru kuðungableikja, sem er botnlæg og getur náð mik- illi stærð, dvergbleikja, sem er mjög smávaxin og botnlæg, murta, sem er smávaxið afbrigði og nærist mest á svifi úti í vatnsbolnum, og sílableikja, sem getur orðið nokkuð stór og lifir nær eingöngu á hornsílum og heldur til í kransþörungabelti vatnsins.5'10-13 Afbrigðin geta æxlast saman en líklega gerist það sjaldan þar sem æxlunarhegðun þeirra er mismun- andi14 og/eða þau hrygna á mismunandi tímum eða stöðum.15 Afbrigðamyndun sem þessi er ekki einskorðuð við fiska, heldur hefur hún einnig sést hjá skordýrum, fuglum og froskdýrum.9 Sýnt hefur verið fram á fylgni milli aðgreiningar í erfðafræði og svipfari bleikjustofna og er því talið líklegt að aðlögun að ólíkum auðlindum (fæðu og eða búsvæðum) ráði miklu um sam- svæða tegundamyndun.16 Rann- sóknir á afbrigðum sem eru komin mislangt í aðskilnaði geta því verið mikilvægar til að varpa ljósi á sam- svæða tegundamyndun. Stofnar innan tegunda sem aðlagast hafa svipuðu búsvæði hafa gjarna áþekka svipgerð.10 Talað er um samhliða þróun þegar tvær tegundir eða stofnar innan sömu tegundar sýna svipaða aðlögun að líkum búsvæð- um. Hefur samhliða þróun átt sér stað hjá mörgum tegundum lífvera og eru þar á meðal margar tegundir ferskvatnsfiska.10 Hraunbúsvæði bjóða upp á ákjós- anleg búsvæði með margvíslegu skjóli og fæðu7 og er þetta talið eiga töluverðan þátt í þróun og sérhæf- ingu meðal ferskvatnsfiska.17'18 Náttúrufræðingurinn 76 (3-4), bls. 109-114, 2008 109

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.