Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Vaxtarstaður fjnllkrækils uppi á Kinnarfelli íKöldukinn. Þrautseigja gamalla, INNLENDRA TEGUNDA Við þessar rannsóknir og raunar oft áður hefur vakið athygli hversu innlendar plöntur eru ótrúlega staðfastar á sínum vaxtarstöðum. Með fáum undantekningum má enn ganga að þeim vísum á sömu stöðum og fyrirrennarar okkar fundu þær fyrst fyrir 50 eða 100 árum. Gott dæmi er sjaldgæfasta planta íslensku flórunnar, skegg- burkninn (Asplenium septentrionalé), sem Valgarður Egilsson fann í grennd við Hléskóga í Höfðahverfi um 1960, tvær plöntur í kletta- sprungu.3 í dag, tæpum 50 árum síðar, eru þessar sömu tvær plöntur enn í sömu klettaskorunni. Hvorki þar né annars staðar á landinu vottar fyrir afkomendum þeirra eða öðrum einstaklingum af þess- ari tegund svo vitað sé. Annað dæmi er um fjallablá- klukku, sem Ingimar Óskarsson fann á nokkrum bletti uppi á Draflastaðafjalli við Fnjóskadal árið 1933, í 700-750 m hæð.4 Enn þann dag í dag má finna nokkrar fjallabláklukkur á sama stað í aust- urbrúnum Draflastaðafjalls gegnt þeim stað þar sem það er hæst. Líklega hefur þó vaxtarsvæðið heldur dregist saman, enda er á mörkunum að þetta fjall sé nægi- lega hátt fyrir fjallabláklukku ef miðað er við aðra fundarstaði hennar við Eyjafjörðinn. Þriðja dæmið sem nefna mætti er burstajafninn (Lycopodium clava- tum) sem Geirlaug Filippusdóttir fann austur í Breiðdal árið 1917. Hann óx þar á litlum bletti, talinn um 4 m2 að stærð þegar Eyþór Einarsson skoðaði staðinn árið 1966,5 en árið 2005 hafði hann nokkuð breitt úr sér og þakti um 20-25 fermetra. Hann er því greini- lega í framför. Burstajafninn er heldur engin norðurhjarategund, aðalútbreiðslusvæði hans eru skógar Evrópu. Hann kemur því trúlega til með að hagnast á hlýn- un loftslags á íslandi og auka útbreiðslu sína á komandi ára- tugum. VEIKLEIKI nýrra landnema Öfugt við þessar náttúrlega irmlendu tegundir, sem eru svo staðfastar, er það reynslan með margar aðfluttar tegundir sem berast viljandi eða óvilj- andi til landsins með manninum, að þær geta verið afar óstöðugar. Þær endast oft skammt og eiga það til að deyja út tiltölulega fyrirvaralaust jafnvel eftir að hafa búið um sig í mörg ár og gert sig líklegar til að ílendast varanlega. Það er því mjög algengt að þær finnist ekki aftur á stöðum þar sem þær hafa áður vaxið. Þannig mætti nefna að herpuntur (Elymus smithii) barst til landsins með hersetunni, snemma á stríðsárunum að því er talið er. Árið 1949 hafði hann fundist á þrem stöðum í höfuð- borginni, á háskólalóðinni, við flug- völlinn og við Elliðaárvog. Var hann þá orðinn svo útbreiddur á þessum svæðum að talið var að hann væri að verða ílendur og mundi ekki hverfa.6 í sama streng tók Ingólfur Davíðsson í grein sem kom út árið 1967/ Heimildir eru um herpuntinn í plöntusafni Náttúrufræðistofnunar öðru hverju fram til ársins 1982, að hann sást síðast. Auk áðumefndra fundarstaða er hann skráður við Starhaga, á Seltjarnarnesi og í Öskjuhlíð. Annað dæmi er reykjadepla (Veronica arvensis), einær jurt sem fannst fyrst árið 1932 við laugina að Reykjum í Fnjóskadal og hafði þá vaxið þar nokkur ár. Talið er að hún hafi borist með grasfræi sem sáð var í grenndinni nokkrum árum áður.8 Hún var tekin upp í Flóm íslands, III. útgáfu, og er þar talinn slæðingur sem sé að ílendast. Heimildir em um reykjadepluna í plöntusöfnum Nátt- úmfræðistofnunar frá ámnum 1940, 1946 og 1961. Eintak frá árinu 1975 er 117

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.