Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 11
C60 séu frábrugðin hliðstæðum C=C-kerf-
um þar sem kolefnisatómin liggja í sama
fleti.
Önnur þekkl tenging atómhópa við
C=C-tengi er ef eitt atóm hópsins leggst á
C=C-tengi og tengist báðum kolefnis-
atómunum í brúandi stöðu. Þannig hefur
verið mögulegt að tengja platínuatóm við
kolefnisatomin a jaðri tveggja C^-hringja í
C6o eins °§ lil dæmis efnasambandinu á 5.
mynd b (Fagan o.fl. 1991).
Kolefnisatóm CPh2-tengihópsins í
C6oC1>ll2 11311 ~ fenýl eða C6H5-hringur)
getur tengst við kúluna í brúandi stöðu á
svipaðan hátt og platína (Suzuki o.fl.
1991). Hægt er að smíða þetta efnasam-
band samkvæmt efnahvarfinu:
C6o+ N2CPh2 ------> C60CPh2+N2(g)
Margar afleiður af C60CPh2 hafa verið
smíðaðar með mismunandi atómhópum
tengdum fenýl-hópunum. Hugmyndir eru
um að nota slík efnasambönd sem lyf gegn
eyðni veirunni HIV-1. Tölvulíkön af
próteinkljúfandi ensími veirunnar sýna að
virknistöð ensímsins er vatnsfælin hola af
sömu stærð og C6Q-kúlan (Friedman o.fl.
1993, Sijbesma o.fl. 1993). Vegna mikillar
vatnsfælni og viðloðunarhæfni C60-kúl-
unnar ætti sá hluli lyfsins að sitja vel í
holunni og „kæfa“ þannig ensímið og þar
með veiruna.
■ 1N N BÆTT OG í BÆTT
KNATTKOL
Þegar Kroto, Smalley og félagar gerðu sér
iyrst grein fyrir byggingu C60 vaknaði sú
spurning hvort hægt væri að ’koma málm-
atómi, M, inn í kúluna og mynda innbætt
('endohedral) knattkol, táknað M@C
samkvæmt tillögu Smalleys (6. mynd a)!
Þegar þeir beindu leysipúlsgeislunt á
lanþaníðmengað grafít myndaðist meðal
annars innbætt knattkol, La@C (Heath
o.fl. 1985). Þegar málmíbætt grafítskaut
eru notuð við sótframleiðsluaðferð Krát-
schmer og Huffman myndast einnig fjöldi
6. mynd. a) Innbælt knattkol M@C6g og b)
íbœtt knattkol BCsg.
innbættra knattkola (Bethune o.fl. 1993).
Þó myndast ætíð blanda af knattkolum og
innbættum knattkolum sem erfitt er að að-
greina. Tekist hefur að sýna fram á lilvist
fjölmargra innbættra knattkola sem sum
hver hýsa tvö eða fleiri málmatóm, svo
sem M@C60 (M = La, Ca, Fe, U2), M@C82
(M = Sc, La, Y) og Sc3@C82. Lítið er enn
vitað um eðli þessara efna en spennandi
verður að fylgjasl rneð framvindu rann-
sóknanna, ekki síst í ljósi þess að innbætt
121