Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 13
pípanna stjórnar kristalgerð fylliefnisins og getur þannig kallað fram sérstæða eiginleika hjá efninu. Knattkolspípur geta því gegnt mikilvægu hlutverki fyrir þróun nanótækni framtíðarinnar. Tæpu ári eftir að Iijima birti uppgötvun sína á knattkolspípum tilkynnti eðlis- fræðingurinn Ugarte um enn eina nýja gerð kolefnis (Ugarte 1992). Ugarte var að athuga kolefnissót í rafeindasmásjá og jók rafeindaflæðið um sýnið meir en tífalt, meðal annars til að athuga áhrif rafeinda- geislans á sótið. Honum til mikillar furðu ummynduðust knallkolspípur, grafítflögur og myndlaust kolefni í sýninu í kúlulaga agnir (þvermál tæplega 50 nm). Nánari athugun leiddi í ljós að hver ögn var samsett úr mörgum knöttum sem voru hver inni í öðrum, líkt og lagskipting í lauk. Fleiri en sextíu knettir geta verið í hverri kúluögn og bilið á milli knattanna er, líkt og hjá knattkolspípunum, það sama og á milli grafítlaga. Þessir knettir Ugarte eru oft kallaðir knattkolslaukar (bucky on- ions). Líklegt er að C60 sé innsti knött- urinn, en þar yfir komi næst C240 svo C540 o.s.frv. Þá má skrifa knattkolslaukinn sem C60@C240@C540@... samkvæmt táknaðferð Smalleys. Regluleg kúlulögun stærstu knattkolanna í kollauknum bendir hins vegar til þess að þeir séu gerðir úr sjöhyrningum auk fimm- og sexhyrninga. Risastór knattkol verða of strýtulaga um fimmhyrningana ef þau eru eingöngu gerð úr fimm- og sexhyrningum. Hinsvegar eru aðliggjandi sjö- og fimmhyrningar algeng- ir í reglulegum kúlum geislunga (radio- laria) eins og lil dæmis Aulonia hexagona (Tarnai 1989). Eitt það athyglisverðasta við uppgötvun Ugartes var að knattkolslaukarnir stækk- uðu því lengur sem rafeindageisla var beint að sýninu. Nauðsynleg skilyrði fyrir myndun knattkola eru því ekki bundin við gasfasa heldur geta þau einnig myndast í storkuham (solid state). Ugarte vildi út frá þessu varpa fram þeirri spurningu hvort knattkolslaukar væru í raun stöðugasta form kolefnis en ekki grafít. Það væri fyrst núna að réttar aðstæður væru fyrir myndun þeirra. Þessa ályktun sína byggði hann á þeirri staðreynd að grafítflötur fyrir hreint kolefni hefði alltaf opin tengi (eða hvarf- gjörn) á jöðrunum. í raun eru kolefnis- atómin á jöðrum grafítflata tengd öðrum atómum og þá aðallega vetni. Samkvæmt þessu ætti kúlulögun að vera stöðugasta bygging hreins kolefnis, a.m.k. fyrir smærri agnir frumefnisins. Við verðum þó að bíða nákvæmra mælinga á hreinum sýnum knattkolslauka áður en við fáum svar við þessari spurningu. ■ LOKAORÐ Nú eru rúm tíu ár síðan fyrsta vísbendingin um tilvist knattkola leit dagsins ljós. Vitað er að knattkol hafa verið til miklu lengur og eru stöðugt að myndast allt í kringum okkur. Þau finnast til dæmis í sóti frá kertaloga en þó aðeins í örlitlu magni. Knattkol hafa verið lengi til á jörðinni því þau finnast í ævafornu sóti í 65 milljón ára gömlu jarðlagi frá mörkum krítar og tertfer (Heymann o.fl. 1994), sem markar enda- lok risaeðlanna, og einnig í sóti sem myndaðist þegar loftsteinn féll á Sudbury í Kanada fyrir 1,85 milljörðum ára (Becker o.fl. 1994). Hins vegar er upphaflegu spurningunni um samsetningu kolefnis- þoka enn ósvarað, en ljóst er að C60- knattkol er þar líklega ekki í umtalsverðu magni, svo kaldhæðnislega sem það kann að hljóma. Þó er mögulegt að ljósmerki frá geimnum, sem mælist á útfjólubláa svið- inu, sé frá knattkolslaukum (de Heer og Ugarte 1993, Krátschiner 1994). Uppgötvun knattkola undirstrikar enn frekar fjölbreytnina í efnafræði kolefnis. í dag þekkjum við byggingar kolefnis sem fulltrúa fjögurra vídda. Knattkolin og knattkolslaukarnir eru punktlaga og því núllvíðir, knattkolspípurnar línulegar og einvíðar, grafít llatt og tvívítt en demants- grindin þrívíð. Ekki er loku fyrir það skotið að enn verði uppgötvuð ný form kolefnis. Til dæmis benda nýlegar rann- sóknir til að hægt sé að mynda stöðugar línulegar keðjur kolefnisatóma (svokall- 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.