Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 23
6. mynd. Tún í Mýrdal. Mynd Oddur Sigurðsson.
1983). í Handbók bænda er ekki aftur
minnst á innflutning grasstofna fyrr en
1966 (bls. 199). Þar kemur fram að flestir
voru þeir enn danskir og lítt þolnir. Há-
liðagrasið var hins vegar ættað frá Oregon
í Bandaríkjunum. Vallarfoxgrasstofninn
var Engnto frá Norður-Noregi og telur
Jónas Jónsson (1968) reyndar að sá stofn
hafi verið fluttur inn frá 1960. Engmo
hefur reynst ntjög vel í tilraunum og staðið
þar jafnfætis Korpustofninum íslenska
(Hólmgeir Björnsson og Guðni Þorvalds-
son 1983). Ekki hafa fundist aðrir jal'n-
góðir stofnar fyrr en íslenski stofninn
Adda kom á ntarkað fyrir um 10 árum.
Undanfarna tvo áratugi, að árunum
1979-1980 frátöldum, eru síðan til
nákvæmar upplýsingar um hvaða stofnar
voru fluttir inn til landsins. Af vallar-
foxgrasi hafa harðgerðu stofnarnir Engmo,
Korpa og Adda verið ríkjandi á markaðn-
um. Hvað varðar bæði vallarsveifgras og
túnvingul voru nokkuð margir stofnar
fluttir inn framan af og eru fæstir þeirra
harðgerðir. Síðustu árin hafa hins vegar
einungis verið fluttir inn fáir stofnar og eru
þeir allir sæmilega þolnir (Áslaug Helga-
dótlir 1988). Eru það vallarsveifgrasstofn-
arnir Fylking og Primo frá Svíþjóð og Holt
frá Norður-Noregi (nú dottinn út af
markaði) og lúnvingulsstofnarnir Leik frá
Noregi, sem hefur verið ríkjandi á mark-
aðnum, og Rubina frá Danmörku.
Það má álykta sem svo að allt fram á
síðustu ár hafi innflutt sáðgresi í túnrækt á
íslandi almennl verið illa aðlagað að-
stæðum hérlendis. Flestir slofnar hafa því
enst tiltölulega stutt eftir að þeim var sáð
og innlend grös, s.s. túnvingull, vallar-
sveifgras, língresi og snarrót, fljótt tekið
sess þeirra. Um háliðagras gegnir hins
vegar nokkuð öðru máli. Séu lífsskilyrði
fyrir það góð getur það enst svo áratugum
skiptir (t.d. Guðni Þorvaldsson 1994).
Ekki var farið að sá þolnum vallarfox-
grasstofnum fyrr en unt 1960 er Engrno
kom á rnarkað. Því má gera ráð fyrir að
mestallt vallarfoxgras sem sáð var fyrir
þann tíma hafi horfið mjög fljótt úr sáð-
sléttunni. Innfluttur túnvingull, eða rauð-
vingull eins og Hörður Kristinsson (1986)
kallar tegundina, hefur sömuleiðis enst illa
þar til farið var að sá norska stofninum
Leik um 1980. Frá þeirn tíma hefur lang-
133