Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 25
eða bresk. Káltegundir sem ræktaðar hafa
verið eru fóðurmergkál, næpa og repja og
síðastnefnda tegundin í langmestum mæli.
Mest hefur verið flutt inn af breskum
stofnum. Rýgresið hefur hins vegar nánast
allt komið frá Hollandi.
■ LOKAORÐ
Fljótlega eftir að lúnrækt tók stökk um
miðja öldina gerðu menn sér grein fyrir
því að erlenda sáðgresið entist yfirleitt illa
í túnunum. Hófust þá kynbætur á íslensk-
um stofnum sem komust í ræktun um síðir.
Má þar nefna vallarfoxgrasstofnana Korpu
og Öddu. Farið er að hilla undir að íslensk-
ir stofnar af fleiri tegundum komist í
almenna ræktun en nokkrir þeirra eru nú í
fjölgun í fræverkunarstöðinni í Gunnars-
holti. Saga plöntukynbóta á íslandi er efni
í aðra grein og verður því ekki farið út í þá
sálma hér. Ljóst er að enn um sinn kemur
ræktun landsins lil með að byggjast að
stórum hluta á innfluttum tegundum og
stofnum. Þar er rétt að fara með gát. Til
þess að auðvelda almenningi valið á hent-
ugum efniviði er nú farið að gefa út bæk-
ling sem nefnist Nytjaplöntur á íslandi
(Áslaug Helgadóttir 1995) og er þar m.a.
að finna lista yfir stofna sem mælt er með
til sáningar í landbúnaði, í garðflatir og til
uppgræðslu.
■ EFTIRMÁLI
Grein þessi er að stofni til erindi sem ilutt
var á ráðstefnu Líffræðifélags íslands og
fleiri aðila um innflutning plantna 21.
rnars 1994.
■ HEIMILDIR
Arnór Sigurjónsson (ritstj.) 1970. Þættir úr ís-
lenskri búnaðarsögu. IV. Túnræktin. í Árbók
landbúnaðarins, Framleiðsluráð landbún-
aðarins, Reykjavík. Bls. 38-51.
Áslaug Helgadóttir 1988. Leit að hentugum
grastegundum til uppgræðslu á hálendi. Bú-
vísindi 1, 1988. Bls. 11-33.
Áslaug Helgadóttir 1995. Nytjaplöntur á ís-
landi 1996. Stofnar sem mælt er með í
landbúnaði, matjurtarækt, garðflatir og lil
135