Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 27
Rjúpnatalningar á
N O RÐAU STU RLAN DI
1981-1994
ÓLAFUR K. NIELSEN
Hlutskipti rjúpunnar í tilverunni virðist
ekki eftirsóknan’ert frekar en annarra
hœnsnfugla. Algengt er að sjá rjúpur
með um 10 unga síðsumars án þess að
það leiði til neinnar stœkkunar á stofn-
inum að vori. Náttúran gerir því aug-
Ijóslega ráð fyrir gífurlegum ajföllum á
hverjum vetri.
árunum 1981 til 1994 rannsakaði
ég fálka (Falco rusticolus) og
rjúpu (Lagopus mutus) á Norð-
austurlandi (Ólafur K. Nielsen
1986, 1991, Ólafur K. Nielsen og Tom J.
Cade 1990a, 1990b). Rjúpan er kjörfæða
fálkans og allt hans líf snýst meira og
minna unt rjúpuna. íslenski rjúpnastofninn
er sveiflóttur og fjöldi fugla hefur verið
mestur um það bil tíunda hvert ár (Finnur
Guðmundsson 1960, Ólal'ur K. Nielsen og
Gunnlaugur Pétursson 1995). Markmið
rjúpnarannsókna minna var að fá vísitölu
l'yrir rjúpnastofninn þannig að hægt væri
að skoða hvort breytingar á stærð rjúpna-
stofnsins hefðu áhrif á fjölda, afkomu og
fæðu fálka. Frá 1994 hef ég unnið við
rjúpnarannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun
og þetta verkefni tengist vinnu minni þar.
Hér er ætlunin að fjalla um breytingar á
fjölda rjúpna milli ára, vorvanhöld, aldurs-
hlutföll og varpafkomu.
Ólafur K. Nielsen (f. 1954) lauk B.S.-prófi í líffræði
frá Háskóla fslands 1978 og Ph.D.-prófi í dýra-
vistfræði frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1986.
Ólafur starfaði hjá Líffræðistofnun Háskólans 1986-
1993 og starfar nú hjá Náttúrufræðistofnun Islands.
■ AÐFERÐIR
Rjúpnatálnincar
Búið var að velja og afmarka rjúpna-
talningasvæðin áður en hafist var handa
vorið 1981. Fyrsta verkið var að gera
vinnukort af svæðunum eftir loftljósmynd-
um Landmælinga (kvarði 1:15.000). Á
kortin voru útlínur svæðanna markaðar og
þau kennileiti sett inná sem komu að gagni
við staðsetningu.
Talið var á hverju svæði einu sinni á
vori. Reynt var að telja í hægu veðri
snemma morguns eða seint að kveldi. Á
þeim tíma dags situr karrinn uppi og er
mjög áberandi (1. mynd). í sólskini og
björtu veðri liggur hann fyrir og það er
erfiðara að koma auga á hann.
Talningadagurinn var að meðaltali fyrir
öll árin 22. rnaí, fyrst 7. maí og síðast 6.
júní. Á árunum 1981 til 1988 og aftur 1992
lil 1994 var yfirleitt talið á tímabilinu 20.
til 30. maí, en um 10 dögum fyrr 1989 til
1991.
Hlutfallið mannmínútur/km2 var notað
sem kvarði á vinnu við talningu. Mann-
mínútur eru talningatími í mínútum x taln-
ingamenn. Þessi tala var langhæst fyrsta
árið, að meðaltali 211 mannmínútur/knr,
enda þekktu talningamenn ekki svæðin.
Þetta hlutfall fór síðan lækkandi og var um
100 mannmínútur/knr 1987. Það hefur
haldist við það mark síðan, nema 1989,
1991 og 1992 þegar ég var einn við taln-
ingarnar, þá var hlutfallið 38 til 68 mann-
mínútur/km2. Ef borin eru saman meðaltöl
Náttúrufræðingurinn 65 (3-4), bls. 137-151, 1996.
137