Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 30
3. mynd. Rjúpnatalningasvœðin í Norður- og Suður-
Þingeyjarsýslu. Milli hœðarlína eru 200 m. - The Rock
Ptarmigan census plots in the counties Norður- and
Suður-Þingeyjarsýsla in NE-lceland. The coastline and
banks of streams and lakes are coloured blue. Contour
lines are at 200 m intervals.
tilvikum þar sem rándýrið var
örugglega þekkt voru 84% fið-
urflekkjanna á rjúpnatalninga-
svæðunum eftir fálka.
Ungatalnincar
Við töldum rjúpuunga um
mánaðamótin júlí/ágúst. A
þeim tíma fylgja ungarnir
mæðrum sínum og fljúga í hóp
ef þeir styggjast og því er auð-
velt að telja þá. Aðaltalninga-
svæðið var á utanverðu Tjör-
nesi, móar, mýrar og tún ofan
og neðan þjóðvegar á milli
Mýrarkots og Hallbjarnar-
staða. Við vorum oftast nokkr-
ir saman við talningarnar og
gengum samsíða og töldum
allar rjúpur sem við sáum:
karra, ungalausa kvenfugla,
ungamæður og unga. Þessar
talningar voru því líka notaðar
til að meta hve stór hluti kven-
fugla var án unga. Svæðið á
Tjörnesi vartalið 1981 lil 1985
og 1990 til 1994 og auk þess
skráði ég hjá mér allar unga-
mæður sem ég sá annars staðar
í Þingeyjarsýslum á þessum
sama tíma sumars. Árin 1986
til 1989 var ekki farið á Tjör-
nes til ungatalninga og látið
nægja að skrá kvenfugla sem
sáust annars staðar. Einnig
fékk ég flest ár einhverjar upp-
lýsingar um stærð ungahópa í
Þingeyjarsýslum hjá Sverri
Thorstensen.
hjá körrum ekki fyrr en í síðari hluta maí
(Salomonsen 1939). Því er viðbúið að
kyngreiningar, sem byggjast á liluðu bol-
fiðri, gefi skekkta mynd af kynjahlutfalli
dauðu rjúpnanna. Þess vegna var valinn sá
kostur í úrvinnslu að taka alla dúnllekki
sem ókyngreinda og gefa sér að 73% væru
karrar. Þetta var hlutfall karra í rjúpna-
veiði fálkans í apríl og maí 1982 til 1985
(Ólafur K. Nielsen 1986, bls. 95). Ég tel
þetta réttlætanlegt vegna þess að í þeim
Aldurshlutföll að vori
Öll ný vanhöld, sem fundust á tímabilinu
apríl til síðari hluta júlí, voru notuð lil að
reikna aldurshlutföll fyrir stofninn að vori.
Þetla voru meðal annars vorvanhöld á
talningasvæðunum (samanber hér að
ol'an), rjúpnaleifar sem fundust á víða-
vangi eða við hreiður fálka og hrafns og
rjúpur sem fangaðar voru vegna merkinga
sumarið 1994.
140
J