Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 35
30,0 25,0 20,0 15,0 ■Í2 -g 10,0 Q. c/> 8 5-° (3 0.0 *o ÍB > 70,0 (Ö g5 60,0 c aJ 50,0 I- 40,0 30,0 20,0 10,0 0,0 Karlfuglar Cocks Kvenfuglar Hens L 5 10 15 20 25 30 35 40 Vorvanhöld (%) - Spring mortality (%) 5. mynd. Vorvanhöld á körrum og kvenfuglum á rjúpnatalningasvœðum á Norðausturlandi 1981 til 1994. - Spring mortality based on kills found in thefield of Rock Ptarmigan cocks and hens on cen- sus plots in NE-Iceland 1981 to 1994. miðað við 5% öryggi (F|3 494= 1,696, p=0,058), en dreifnihlutfallið er rétt undir höfnunargildinu. A hverju sumri voru alltaf ein- hverjar rjúpur án unga; þeir fuglar hafa annaðhvort ekki orpið eða varp hefur misfarist hjá þeim. Hlutfall kvenfugla án unga í ungatalningum á Tjörnesi var almennt lágt, eða samtals 7,4% (n=269 kvenfuglar) tekið saman fyrir tíu ára tímabil (1981 til 1985, 1990 til 1994). VORVANHÖLD Mikil afföll voru á rjúpum frá þeim tíma er karrarnir setlust upp á vorin (um 20. aprfl, samanber Ólaf K. Nielsen 1993) og fram að talningu sem var um 22. maí að meðaltali, eða á um mánaðartfma. Ef við gef- um okkur að kynjahlutföll séu jöfn þegar rjúpan kemur úr vetrarhögum (samanber Arnþór Garðarsson 1971 bls. 29, 1988 tafla 9.1), og að 73% vorvanhaldanna séu karrar (saman- ber bls. 140), þá má fá einhverja hugmynd um hve mikil þessi afföll voru og hvernig þau skiptust á kynin. Fyrir karra voru meðalafföll- in um 12% og fóru hæst í 39% en fyrir kvenfugla var meðaltalið 5% og fór hæst í 17% (5. mynd). Aldurshlutföll að VORl Samtals voru aldursgreindar 1485 rjúpur frá vori og fyrrihluta sumars, að meðaltali 106 fuglar á ári (inest 197, minnst 23). Hlutfall ársgamalla fugla var að meðaltali 60%, en þetta hlutfall var breytilegt á milli ára; vorið 1981 var það 54%, hækkaði síðan í 71% vorið 1985, lækkaði síðan aftur og náði lágmarki vorið 1991, 45%, og hefur síðan hækkað aftur (5. tafla). Eg skoðaði með aðhvarfsgreiningu sam- band aldurshlutfalla (háð breyta) og stofn- breytinga og notaði gögn úr þessum rann- sóknum og gögn frá Hrísey 1963 til 1969 (Arnþór Garðarsson 1971). Stofnbreyting- arnar eru teknar sem fjöldi karra ár t+1 deilt með fjölda karra ár t. Þetta hlutfall er borið saman við % ársgamalla fugla í stofni að vori ár t+1. Fyrir Þingeyjarsýslur var notuð samtala karra á öllum svæð- unum. Greiningin gaf marktækt línulegt samband og skýrihlutfall aðhvarfsjöfnunn- ar (R2) var 0,46 (F, lg= 16,994, P=0,0006) (6. mynd). I fækkunarárum var hlutfall ársgamalla fugla að vori að meðaltali 49% (37-62%) en hærra, eða að meðaltali 66%, í fjölgunarárum (60-81%). Þess ber að geta að aldurshlutföll hvers árs voru sameinuð án tillits til kyns. Geng- ið er út frá því að enginn munur sé á aldurshlutföllum kynjanna. Þetta er ekki alltaf rétt og sum árin að minnsta kosti var marktækur munur á aldurshlutföllum kvenfugla og karlfugla, t.d. var svo 1994 (kí-kvaðrat=5,090, p<0,025) og 1985 var kí-kvaðratgildið (3,782) rétt undir höfnun- armörkunum (p=0,05). 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.