Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 35
30,0
25,0
20,0
15,0
■Í2
-g 10,0
Q.
c/>
8 5-°
(3 0.0
*o
ÍB
> 70,0
(Ö
g5 60,0
c
aJ 50,0
I-
40,0
30,0
20,0
10,0
0,0
Karlfuglar
Cocks
Kvenfuglar
Hens
L
5 10 15 20 25 30 35 40
Vorvanhöld (%) - Spring mortality (%)
5. mynd. Vorvanhöld á körrum og kvenfuglum á
rjúpnatalningasvœðum á Norðausturlandi 1981 til
1994. - Spring mortality based on kills found in
thefield of Rock Ptarmigan cocks and hens on cen-
sus plots in NE-Iceland 1981 to 1994.
miðað við 5% öryggi (F|3 494= 1,696,
p=0,058), en dreifnihlutfallið er rétt
undir höfnunargildinu.
A hverju sumri voru alltaf ein-
hverjar rjúpur án unga; þeir fuglar
hafa annaðhvort ekki orpið eða varp
hefur misfarist hjá þeim. Hlutfall
kvenfugla án unga í ungatalningum
á Tjörnesi var almennt lágt, eða
samtals 7,4% (n=269 kvenfuglar)
tekið saman fyrir tíu ára tímabil
(1981 til 1985, 1990 til 1994).
VORVANHÖLD
Mikil afföll voru á rjúpum frá þeim
tíma er karrarnir setlust upp á vorin
(um 20. aprfl, samanber Ólaf K.
Nielsen 1993) og fram að talningu
sem var um 22. maí að meðaltali,
eða á um mánaðartfma. Ef við gef-
um okkur að kynjahlutföll séu jöfn
þegar rjúpan kemur úr vetrarhögum
(samanber Arnþór Garðarsson 1971
bls. 29, 1988 tafla 9.1), og að 73%
vorvanhaldanna séu karrar (saman-
ber bls. 140), þá má fá einhverja
hugmynd um hve mikil þessi afföll
voru og hvernig þau skiptust á
kynin. Fyrir karra voru meðalafföll-
in um 12% og fóru hæst í 39% en
fyrir kvenfugla var meðaltalið 5% og fór
hæst í 17% (5. mynd).
Aldurshlutföll að VORl
Samtals voru aldursgreindar 1485 rjúpur
frá vori og fyrrihluta sumars, að meðaltali
106 fuglar á ári (inest 197, minnst 23).
Hlutfall ársgamalla fugla var að meðaltali
60%, en þetta hlutfall var breytilegt á milli
ára; vorið 1981 var það 54%, hækkaði
síðan í 71% vorið 1985, lækkaði síðan
aftur og náði lágmarki vorið 1991, 45%,
og hefur síðan hækkað aftur (5. tafla).
Eg skoðaði með aðhvarfsgreiningu sam-
band aldurshlutfalla (háð breyta) og stofn-
breytinga og notaði gögn úr þessum rann-
sóknum og gögn frá Hrísey 1963 til 1969
(Arnþór Garðarsson 1971). Stofnbreyting-
arnar eru teknar sem fjöldi karra ár t+1
deilt með fjölda karra ár t. Þetta hlutfall er
borið saman við % ársgamalla fugla í
stofni að vori ár t+1. Fyrir Þingeyjarsýslur
var notuð samtala karra á öllum svæð-
unum. Greiningin gaf marktækt línulegt
samband og skýrihlutfall aðhvarfsjöfnunn-
ar (R2) var 0,46 (F, lg= 16,994, P=0,0006)
(6. mynd). I fækkunarárum var hlutfall
ársgamalla fugla að vori að meðaltali 49%
(37-62%) en hærra, eða að meðaltali 66%,
í fjölgunarárum (60-81%).
Þess ber að geta að aldurshlutföll hvers
árs voru sameinuð án tillits til kyns. Geng-
ið er út frá því að enginn munur sé á
aldurshlutföllum kynjanna. Þetta er ekki
alltaf rétt og sum árin að minnsta kosti var
marktækur munur á aldurshlutföllum
kvenfugla og karlfugla, t.d. var svo 1994
(kí-kvaðrat=5,090, p<0,025) og 1985 var
kí-kvaðratgildið (3,782) rétt undir höfnun-
armörkunum (p=0,05).
145