Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 66
10. mynd. Skóflusnjáldri, Platybelodon. Þessi dýr lifðu
á míósen- og plíósentíma í Asíu og Norður-Ameríku.
Neðri kjálki og breiðar skögultennur, sem náðu
næstum saman, mynduðu eins konar skóflu. Ekki er
Ijóst hvaða hlutverki þessi skófla hefur gegnt en helst
telja menn að dýrið hafi lifað í vatni og mokað með
henni upp ( sig gróðri úr því. Mynd eftir Maurice
Wilson. (Carrington 1958.)
11. mynd. Þegar á leið styttist neðri kjálki snjáldur-
fílanna. Kordillerasnjáldri, Cordillerion, lifði í lok
plíósen þar sem nú er Arizona og Kalifornía og lagði
síðan undir sig stór svœði í Suður-Ameríku. Af honum
þróáðist þar í álfu cuvierssnjáldri, Cuvieronius post-
remus, sem lifði fram á 3. eða 4. öld e.Kr. Leifar hans
hafa fundist hjá skreyttum pottum indíána er veiddu
hann og átu. Hann er trúlega það ranadýr sem síðast
hefur dáið út. Verið getur samt að ameríski skögul-
tanninn hafi lifað lengur. (Carrington 1958.)
voru um metri á hæð og hafa
trúlega lifað í og hjá vatni, líkt
og mörlarnir, sem raunar voru
enn uppi á þessum tíma og á
sömu slóðum í Afríku (3.
mynd).
Frumskögull var mun stærri
en mörull, allt að því jafnstór
og kýr indlandsfíls. Einkenni
þessara dýra og raunar allra
snjáldurfíla var að neðri kjálk-
inn var langur og langar skög-
ultennur gengu fram úr honum,
líkt og framlenging á kjálkan-
um. Á vatnasnjáldra og á
mörgum snjáldurfílum sem
síðar lifðu voru skögultennurn-
ar breiðar og flatar. Efri kjálk-
inn var styttri en sá neðri og
einnig með skögultennur (9. lil
11. mynd).
Sköcultannar,
MASTODONTIDAE
Skögultannar þróuðust af frum-
skögli, Palaeomastodon, eða
einhverju skyldu dýri. Saga
ættarinnar er framan af lítt
þekkt en þó er ljóst að dýrin
hafa farið frá Afríku til Evrasíu
og þaðan yfir eiði þar sem nú er
Beringssund til Norður-
Ameríku. Þar hafa fundist ríku-
legar leifar af einni tegund
skögultanna, Mastodon ameri-
canus (12. mynd).
Ameríski skögultanninn líkt-
ist um margt nútímafílum.
Hann var þó með síðan og þétt-
an, rauðbrúnan feld, en bæði
afríkufíll og indlandsfíll hafa
gisið og rýrt hár. Skögultanni
var stuttur og samanrekinn, allt
að þriggja metra hár, með
stórar, uppsveigðar skögullenn-
ur í efri kjálka. Tarfarnir voru
einnig með litlar skögultennur
að neðan. Jaxlarnir voru ólíkir
jöxlum nútímaffla. Hvorki
skögultannar né nokkur þau
174