Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 71
Eldgosið við
LEIÐÓLFSFELL
JÓN JÓNSSON
Á síðustu árum hefur það orðið œ Ijós-
ara að fornar heimildir og sagnir um
náttúruhamfarir eiga yfirleitt við ein-
hver rök að styðjast og má sem dœmi
nefna frásögnina í Kristnisögu um
jarðeld í Ölfusi. Hér er glímt við „eld-
hlaup “ sem skemmdi jörðina Skál á
Síðu tilforna skv. Jóni Steingrímssyni.
200 ára af'mæli Skaftárelda,
nánar tiltekið þann 24. júlí 1983,
fundust vestan við Leiðólfsfell á
Síðumannaafrétti eldstöðvar sem
ekki var áður vitað um. Þá þegar varð ljóst
að þar hafði stórgos orðið á sögulegum
tíma. Við tvær ferðir síðar á árinu fékkst
þetta staðfest. Fyrsta frásögn af þessu
birlist í Morgunblaðinu þann 5. október
það sama ár. Upp frá því hefur smátt og
smátt verið reynt að svipta hulunni af því
sem þarna hefur gerst og hvenær (Jón
Jónsson 1983, 1984, 1985a, 1985b, 1989).
Hér verður nú reynt að færa það allt saman
í eina heild.
Jón Jónsson (f. 1910) lauk fil.lic.-prófi í jarðfræði frá
Uppsalaháskóla árið 1958. Hann starfaði hjá Raforku-
málaskrifstofunni og síðar Orkustofnun frá 1958 til
1980 er hann lét af störfum fyrir altlurs sakir. Þar
fékkst Jón einkum við leit að köldu og heitu vatni og
síðast við gerð jarðfræðikorts af Reykjanesskaga. A
árunum 1969-1974 starfaði Jón á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Mið-Ameríku og fór síðar fjölda ferða sem
ráðgjafi á þeirra vcgum, einkum til Afríkulanda. Eftir
að hann lét af störfum hefur hann haldið áfram rann-
sóknum, m.a. við Eyjafjallajökul og í nágrenni við
æskuslóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón Jónsson
er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi.
■ SAGNIR UM LANDSPJÖLL
í hinu stórmerka riti sfnu um Skaftárelda
segir séra Jón Steingrímsson (1788) um
Skál: „Sú bóndaeign var til l'orna 90 hdr.
að dýrleik, og kunni að bera að sögn 9 hdr.
fjár ef ei meir, var þó niðursett eptir því
sem eldhlaup hafði hana skemmt.“ Ekki er
þess getið hvenær þetta hafi gerst en af
orðinu eldhlaup þykir mega ráða að
fremur hafi verið um hrcmn að ræða en
öskufall. Ekki er í þessu sambandi getið
uin skaða á öðrum jörðum í nágrenninu en
hefði eldhlaup með hraunspýju komið af
heiðum ofan þykir ólfklegt að jarðir eins
og Á og Skaftárdalur hefðu sloppið við
tjón. Utn eldvarp er hvergi getið. Undir
Skálarfjalli að suðvestan eru eldvörp stór
(Jón Jónsson 1958), Hálsagígir (1. mynd),
en þau eru forsöguleg talin og ekki sann-
anir fyrir að þar hafi gosið nema einu
sinni. Hér kann þó að vanta nánari rann-
sóknir.
Við eldskrif sitt hefur séra Jón bætt litlu
en harla merkilegu riti, sem raunar virðist
skrifað 1786 og hann nefnir „Lítill viðbæt-
ir til fróðleiks þeim sem hann með réttri
skynsemi skoða vilja“. Þar hefur hann
tekið saman skrá yfir jarðir í Vestur-
Skaftafellssýslu sem skaðasl eða eyðilagst
hafa á umliðnum öldum. Þar segir m.a.
eftirfarandi. „I Búlandskirkjusókn eða
norðast í Skaptártungu: 1112 eða þar um
bil eyðilagðist heil byggð með 12 bæjum
af of miklu öskufalli, svo aldrei kunna
aptur að byggjast, þá er hálfbevísanlegt,
Náttúrufræðingurinn 65 (3-4), bls. 179-193, 1996.
179