Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 94
3. mynd. Lindahraun. Horft til norðurs af Kreppuhrygg yfir Lindahraun og Hvannalindir
sem ná að Krepputunguhraunum við Lindá. Upptyppingar í haksýn. - Lindahraun lava
and Hvannalindir. A viexv to the north from Kreppuhryggur. Upptyppingar in the back-
ground. Mynd/photo Guttormur Sigbjarnarson.
eftir lægðum í landslaginu og teygir sig
allt norðaustur að Hvannalindum (3.
mynd). Lindahraunið er unglegt í útliti svo
hugsanlegt væri að það hafi runnið á
sögulegum tíma. Það hefur breitt úr sér á
vesturbakka Kreppu þar sem það hefur oft
verið ranglega nefnt Kreppuhraun. Hið
eiginlega Kreppuhraun liggur aðallega á
austurbakka Kreppu þar sem það þekur um
4 km2. Það er runnið frá gossprungu á
austurbakka Kreppu sem stefnir nær horn-
rétt á aðalsprungustefnu svæðisins, þ.e. frá
suðaustri til norðvesturs. í framhaldi þess-
arar gossprungu á vesturbakka Kreppu eru
nokkrir smágígar. Hraunin frá hverjum
þeirra þekja aðeins nokkra fermetra og í
mesta lagi 1-2 ha. Þegar Brúarjökull náði
hámarksútbreiðslu laust fyrir aldamótin
1900 gekk hann fram yfir flesta austari
gígana á þessari sprungu, nema þann
vestasta á austurbakka Kreppu og smá-
gígana á vesturbakka hennar.
Kverkfjallahraun virðast úr þóleiít-
basalti og hafa þau runnið sem fremur
þunnfljótandi apalhraun. Einstaka þeirra
virðast þó bera merki ísúrra hrauna, svo
sem hraunstraumurinn á milli Lindafjalla
og Lönguhlíðar, en samkvæmt efnagrein-
ingum Kristins Albertssonar (1972) reynd-
ist hann basískur með 51,25% SiO,-inni-
hald. í Kverkfjallahraunum virðast fremur
lítil hraun hafa runnið frá hverri eldstöð
jafnvel þó að kvikustrókar hafi verið þar
mjög miklir. Gosin hafa því líklega verið
mjög skammvinn.
■ TRÖLLADYNGJU' og
DYNGJUHÁLSHRAUN
Trölladyngju- og Dyngjuhálshraun eru
runnin frá Bárðarbungusprungureininni og
þekja þau vestasta hluta rannsóknarsvæð-
isins (2. mynd). Þau eru runnin frá fjölda
eldstöðva þar sem Trölladyngja er lang-
mest áberandi. Þó að toppur hennar sé
regluleg dyngja er hún það alls ekki sem
heild. Gossprungur ganga bæði upp í
202