Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 100
7. mynd. Flugmynd af Rifnahnjúk, horft til norðurs. Herðubreið og Upptyppingar eru í
baksýn. Greinilega má sjá nokkur af misgengjunum í gegnum hann. - An aerial photo-
graph of Rifnihnjúkur, a view to the north. Herdubreid og Upptyppingar are in the back-
ground. Some of the faults through it are obvious. Mynd/photo Guttormur Sigbjarnarson.
hraunsvunta sem runnið hefur til austurs
frá þeim. Allt er þetta mikið veðrað og
jökulbergsklessur á gígunum, en þeir geta
þó varla verið eldri en rétt frá lokum
síðasta jökulskeiðs. Líklega eru þessir
smágígar fylgifiskar meiri háttar elds-
umbrota á Kverkfjallasprungureininni, þar
sem þeir liggja í framhaldi hennar, jafnvel
myndun Upptyppinga.
■ HÖGGUN JARÐLAGA
Sprungureinar megineldstöðvanna (I.
mynd) birtast á yfirborðinu sem sambland
af gossprungum og höggunarsprungum.
Næst megineldstöðvunum sjálfum sést að
jafnaði lítið til höggunarsprungnanna þar
sem þær grafast jafnóðum í gosefnafram-
leiðsluna. Þegar fjær dregur megineld-
stöðinni minnkar gosefnaframleiðslan og
eldgos verða fátfðari. Þá verða sprungurn-
ar og misgengin stöðugt meira áberandi.
Höggunarsprungureinar ná miklu lengra út
frá megineldstöðvunum en aðalgossprung-
urnar. Samt sem áður verður eitt og eitt
gos langt úti á reinunum. Þau birtast í
einstaka móbergsfellum eða í sprungu-
hraunum.
Á jarðfræðikortinu sem birtist sem 1.
mynd í síðustu grein minni (Guttormur
Sigbjarnarson 1993b) eru sýnd flestöll
gömul og ný misgengi og sprungur sem
við fundum með nokkurri vissu. Nyrst í
Kverkfjallarana og í Gígöldum, þar sem
yfirborð jarðskorpunnar er almest haggað,
varð að einfalda sprungukortið af þeim
svæðum. Á kortinu sést að sprungurein-
arnar eru aðallega tvær, þ.e. Kverk-
Ijallareinin og Dyngjufjallareinin. Báðar
reinarnar hafa tilhneigingu til að geisla
nokkuð út frá megineldstöðinni (1. rnynd).
208