Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 106
Árnason og Sveinn Ólafsson en varaendur-
skoðandi Ólafur Jónsson.
Fulltrúi HÍN í fuglafriðunarnefnd var
Agnar Ingólfsson prófessor, en nefndin var
lögð niður með lögum á árinu. Fulltrúi HIN í
dýraverndunarnefnd var Sigurður H. Richter
líffræðingur. Ný lög um dýravernd voru sett í
mars 1994 og tilnefnir HÍN samkvæmt þeim
einn fulltrúa í Dýraverndarráð. Var Sigurður
H. Richter tilnefndur af hálfu HÍN. Fulltrúar
HÍN á aðalfundi samtakanna Landverndar
voru Freysteinn Sigurðsson og Guttormur
Sigbjarnarson.
Framkvæmdastjóri HÍN var Guttormur
Sigbjarnarson, útbreiðslustjóri Erling Ólafs-
son, en ritstjóri Náttúrufræðingsins var Sig-
mundur Einarsson. Framkvæmdastjóri sá um
skrifstofuhald og daglegan rekstur félagsins,
margvísleg erindi þess, undirbúning stjórnar-
funda og annarra funda á þess vegum, rit-
stjórn og útgáfu félagsbréfs, undirbúning og
framkvæmd fræðsluferða og fræðslufunda
félagsins. Skrifstofa félagsins að Hlemmi 3
(hjá Náttúrufræðistofnun íslands, Reykja-
víkursetri) var opin kl. 9-12 á þriðjudögum
og fimmtudögum flestar vikur ársins.
Stjórnarfundir voru 8 á milli aðalfunda.
Gefin voru út 9 félagsbréf. Stjórn HÍN sendi
rúmlega 60 aðilum jólakort, einkum heiðurs-
félögum, stjórnarmönnum og starfsmönnum,
erindahöldurum, leiðbeinendum í ferðum,
helstu viðskiftendum og öðruin þeim er
félagið átti gott upp að inna á árinu.
■ NEFNDIR OG RÁÐ
Ýmsar nefndir og ráð störfuðu á vegum HÍN.
Að málefnum Náttúrufræðingsins starfaði 4
manna útgáfuráð, tilnefnt 1993, og 12 manna
ritnefnd, tilnefnd 1993 en endurtilnefnd til
eins, tveggja eða þriggja ára í febrúar 1994. í
útgáfuráði sátu Árni Hjartarson, Borgþór
Magnússon, Guðmundur V. Karlsson, Marta
Ólafsdóttir og ritstjórinn, Sigmundur Einars-
son. í ritnefnd sátu Ágúst Kvaran, Áslaug
Helgadóttir, Einar Sveinbjörnsson, Guðrún
Gísladóttir, Gunnlaugur Björnsson, Hákon
Aðalsteinsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Ingi-
björg Kaldal, Leifur A. Símonarson, Ólafur
K. Nielsen, Ólafur S. Ástþórsson og forrnað-
ur HÍN á embættis vegum. í ritstjórn Náttúru-
214
fræðingatals sat Freysteinn Sigurðsson, til-
nefndur 1991. Nokkrar starfsnefndir voru
tilnefndar af stjórn HÍN. í útbreiðslunefnd
sátu Erling Ólafsson, Sigmundur Einarsson
og Hreggviður Norðdahl. í ferðanefnd sátu
Freysteinn Sigurðsson, Eyþór Einarsson og
Guttormur Sigbjarnarson. í útgáfunefnd sem
fjallaði um útgáfu náttúrufræðilegra rita sátu
Sigurður S. Snorrason, Sigmundur Einars-
son, Hreggviður Norðdahl, Guttormur Sig-
bjarnarson og Freysteinn Sigurðsson. Aðrar
nefndir voru ekki virkar á árinu. í maí voru
fyrirgreiðendur HÍN á náttúrufræðilegum
vinnustöðum (auglýsingar og tilkynningar
o.fl.) tilnefndir umboðsmenn HÍN.
■ AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags
fyrir 1994 var haldinn kl. 14 laugardaginn
II. febrúar 1995 í stofu 101 í Odda, Hug-
vísindahúsi Háskólans. Fundarstjóri var
Kristinn H. Skarphéðinsson en fundarritari
var Árni Hjartarson. Fundinn sóttu 15
manns. Varaformaður félagsins, Hreggviður
Norðdahl, setti fundinn í veikindaforföllum
formanns og stýrði kjöri fundarstjóra og
fundarritara.
VlÐURKENNING HÍN
Framkvæmdastjóri félagsins, Guttormur Sig-
bjarnarson, afhenti starfandi formanni Land-
verndar, Gísla Júlíussyni, skraulritað viður-
kenningarskjal HIN fyrir framlag sam-
takanna til kynningar á náttúrufræði, en þau
hafa staðið að útgáfu bóka og bæklinga um
ýmisleg náttúrufræðileg efni um 25 ára
skeið. Gísli Júlíusson þakkaði fyrir
viðurkenninguna með nokkrum velvöldum
orðum.
Kynning á náttúrufræði
Guttormur Sigbjarnarson greindi frá nokkr-
um þáttum í starfsemi HÍN, sem lúta að
kynningu á náttúrufræði. Félagið hefur leitað
fyrir sér um samræmingu og skipulega
kynningu á ráðstefnum og fræðslufundum,
en nokkur brögð hafa verið að tvísetningu á
slíkum fundum á sarna tíma. Send var
fyrirspurn til allmargra aðila um þetta efni og
bárust svör frá 14 aðilum. Undirtektir voru