Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 108
Reykjavík, heldur verði nú unnið skörulega
að því máli og Náttúruhúsinu komið upp sem
fyrst. Sérstaklega vill fundurinn leggja
áherslu á brýna nauðsyn þess að leysa hús-
næðisvanda Náttúrugripasafnsins í Reykja-
vík, en mikil þörf er á að efla til stórra muna
starfsemi safnsins.“
Fleiri mál voru ekki á dagskrá né til um-
ræðu. Varaformaður þakkaði starfsmönnum
fundarins og starfsmönnum félagsins vel
unnin störf og sleit fundi laust fyrir kl. 16.
■ FRÆÐSLUFUNDIR
Haldnir voru 7 fræðslufundir á árinu, þaraf I
í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, og 1
ráðstefna. Fundirnir voru allir haldnir í stofu
101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans,
síðasta mánudag hvers vetrarmánaðar (neina
desember, en þessu sinni Iíka í september) kl.
20:30. Er þar fylgt sjö áratuga hefð. Fyrir-
lesarar og erindi voru sem hér segir:
31. janúar: Gunnar Ólafsson jarðfræðingur:
Leyndardómar hafdjúpanna afhjúpaðir
(um djúphafsboranir). Fundinn sóttu 62
manns.
28. febrúar: Árni G. Pétursson fyrrverandi
ráðunautur: Uppeldi æðarunga að Vatns-
enda og Oddsstöðum á Melrakkasléttu
1980-1993. Fundinn sóttu 47 manns.
28. mars: Jón Jónsson jarðfræðingur:
Eldborgarraðir - Lakagígar. Fundinn
sóttu 105 manns.
25. apríl: Freysteinn Sigmundsson jarðeðlis-
fræðingur: Landris og sig vegna jökla-
breytinga á Islandi. Fundinn sóttu 62
manns.
4. júní: Ráðstefna um Þingvallavatn í
Listasafni Kópavogs. Erindi lluttu: Sr.
Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðs-
vörður, Kristján Sæmundsson jarðfræð-
ingur, Sigurður S. Snorrason líffræð-
ingur, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, og
Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur.
Ráðstefnuna sóttu 56 manns.
29. september: Fræðslufundur í santvinnu
við Landgræðslu ríkisins: Dr. David
Sanders jarðvegsfræðingur hjá FAO:
Jarðvegseyðing - ein mesta ógn jarðar-
búa. Fundinn sóttu 105 manns.
31. október: Guðrún A. Jónsdóttir plöntu-
vistfræðingur: Óskiljanlegt er grasið.
Fundinn sóttu 37 manns.
28. nóvember: Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur: Jarðskjálftarnir norð-
ur af Hveragerði - hvað segja þeir
okkur? Fundinn sóttu 106 manns.
Fundirnir voru kynntir í dagskrám dagblaða
og útvarps og kann HÍN fjölmiðlum þessum
alla þökk fyrir. Hreggviður Norðdahl og
umboðsmenn félagsins sáu um auglýsingu í
fjölmörgum stofnunum og framhaldsskólum
á höfuðborgarsvæðinu. Háskóla íslands er
þakkað fyrir greið afnot af fyrirlestrasalnum í
Odda og húsráðendum þar fyrir trausta, góða
og lipra aðstoð við undirbúning funda.
■ FERÐIR OG NÁMSKEIÐ
Farnar voru sjö fræðslu- og náttúruskoðunar-
ferðir á sumrinu 1994, þar af fjórar í
samvinnu við Ferðafélag íslands. Framboð
hefur stóraukist á alls kyns útivistarferðum
undanfarin ár, á vegum ýmissa aðila. Hefur
það dregið verulega úr fjölda þátttakenda í
einstökum l'erðum, auk þess sem talsvert
hefur verið unt svipaðar ferðir á nær sama
tíma hjá hinum ýntsu aðilum. Þess vegna
komu gamalgrónu og hefðvísu félögin, HÍN
(rúmlega 100 ára) og Ferðafélag íslands - FÍ
- (hálfsjötugt) sér saman um samvinnu um
ferðahöld í nokkrum hefðbundnum ferðum.
Er þar einkum um að ræða fuglaskoðunarferð
að vori og sveppatínsluferð síðsumars.
Báðum félögunum er Itagur að þessarri sam-
vinnu. Ferðirnar eru auglýstar fieirum í
fréttabréfum og ferðaáætlun en ferðir HÍN
einar voru, og félögum í FI er tilkynnt belur
um þessar sérstöku náttúruskoðunarferðir
heldur en var. Samstarf þetta tókst ágætlega
og kann HIN samstarfsaðila sínum, FÍ og
starfsmönnum þess, heila þökk í'yrir.
Þátttaka í ferðunum var annars svipuð og árið
áður. Veður voru þó óvenju Iítið örvandi til
ferðalaga á Suður- og Vesturlandi þetta
sumar, en þar fóru ferðirnar fram. Vorið var
fremur kalt og sumarið úrkomu- og þoku-
sælt, en reynslan sýnir að slíkt veðurfar er
letjandi til ferðalaga. Annars tókust ferðir
þessar að dómi þátttakenda yfirleitt vel, og
216