Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 111
september. Lagt var upp frá Reykjavík um kl.
20 á föstudagskvöld, í þurru veðri en skýj-
uðu, og ekið sem leið lá austur í Skaftár-
tungu, en þar var gist tvær nætur í félags-
heimilinu Tunguseli hjá Hemru. Á laugardag
var lagt upp um kl. 9 og ekið yfir á Síðu og
upp að Laka. Gengið var á hann og skoðaðir
nærliggjandi gígar í Eldborgarröðum (Laka-
gígum). Á heimleið var gengið niður með
Fjaðrárgljúfri. Veður var glampandi bjart og
gott þennan dag. Á sunnudag var skýjað og
leiddi á stöku útsynningsskúr. Fyrst voru
skoðuð ummerki eftir jökulhlaup á Mýr-
dalssandi, svo var gengið á Hjörleifshöfða,
áfangi var í Vík og staldrað við Sólheima-
jökul en síðan hugað að jökulhlaupafarveg-
um á Sólheimasandi og Skógasandi. Komið
var til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið.
Þótti ferðin vera vel heppnuð. Leiðsögu-
maður og fararstjóri var Guttormur Sig-
bjarnarson, en þátttakendur voru 18 í ferð-
inni.
■ ÚTGÁFA
Á árinu kom út 63. árgangur Náttúrufræð-
ingsins (fyrir árið 1993) og I. og 2. heftið af
64. árgangi (fyrir árið 1994). Með því var
halinn á útgáfu tímaritsins styttur um helm-
ing. Útliti Náttúrufræðingsins var breytt
nokkuð með upphafi 64. árgangs, bæði for-
síðu og á innsíðum, auk þess sem efni í hann
var haft alþýðlegra en verið hefur um hríð.
Þessar breytingar hafa hlotið einróma lof og
munu hafa stuðlað mest að því að viðvarandi
fækkun í félaginu snerist í fjölgun, þó ekki
væri mikil. í samvinnu við Surtseyjarfélagið
var gefin út bókin „Surtsey, lífríki í mótun“
eftir Sturlu Friðriksson. Bókin er I 12 síður
og myndskreytt vel, m.a. með teikningum
höfundar. Surtseyjarfélagið lagði 400.000 kr.
í styrk til verksins, sem annars er á vegum
HÍN. Dráttur varð nokkur á útgáfunni og
kom bókin ekki út fyrr en viku fyrir jól.
■ ÖNNUR SÝSLAN
Stjóm HÍN veitti umsögn urn eftirtalin
lagafrumvörp að beiðni Alþingis: Vernd,
friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum, öðrum en hvölum (janúar).
Náttúruvernd (inars og aftur í desember).
Hollustuvernd og heilbrigðishættir (mars).
Skipulags- og byggingarlög (júlí og aftur í
september). Mat á umhverfisáhrifum, breyt-
ingartillaga (nóvember). Að auki veitti stjórn
HÍN umsögn um reglugerð um mat á um-
hverfisáhrifum (fyrir umhverfísráðherra,
febrúar); lét taka saman greinargerð um
náttúruverndarmál, sem var send umhverfis-
ráðherra (janúar) og greinargerð sem lögð
var fram á ráðstefnu um náttúruverndarmál á
vegum Náttúruverndarráðs (febrúar).
219