Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 10
56 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN 10 metra frá botni, er togið samt misheppnað. Útreikningar dr. Kul- lenbergs eru því mikil framför í djúpveiðatækni, og mikil trygging gegn misheppnuðum togum. Leiðangurinn lét úr Kaupmannahöfn 15. október 1950, og var hald- ið suður í Atlantshaf. Enda þótt höfuðmarkmiðið væri að rannsaka dýpstu hluta hafsins, þótti ástæða til að kanna öll svæði, sem við fórum um, sérstaklega, ef botndýpi var meira en meðaldýpi hafanna, þ. e. meira en 4000 metrar. Norðuratlanshafið er tiltölulega vel kann- að, og tókum við því ekki til starfa fyrr en á Guineuflóa, við vestur- strönd Afríku. Upp frá því var unnið nær sleitulaust, unz við kom- um aftur á Atlantshafið í júnímánuði 1953. Einstaka sinnum var fiskað í landgrunnshallanum, allt upp á 400 metra dýpi, til þess að afla gagna til samanburðar við djúptogin. Til þess að fá upplýsingar um umhverfi dýranna könnuðum við hita- og seltuskilyrði. 1 þessu sambandi voru yfirborðslögin líka rann- sökuð, sérstaklega með tilliti til plöntufæðunnar. Ástæðan til þess er sú, að alveg eins og maðurinn og önnur landdýr byggja tilveru sína beint eða óbeint á plöntufæðu, verða djúpdýrin að eiga aðgang að fæðu af sama uppruna. f hafinu eru plönturnar örsmáir flotþörung- ar, og lifa þeir aðeins í efstu 100 metrum sjávar eða réttara sagt ekki dýpra en svo, að ljósið nái niður til þeirra í nægilegu magni til þess að tillífun (assimilation) geti átt sér stað. Nýjar plöntur sem fæða myndast við samverkan plantnanna- sólarljóssins og nær- ingarefnanna. Þetta var nú ástæðan til þess að við gerðum rannsókn á magni helztu næringarefna, sérstaklega fosfötum, og sömuleiðis ljósmagn- inu á mismunandi dýpi. Við söfnuðum einnig plöntusvifi, og á því voru gerðar tilraunir á rannsóknarstofunni, til þess að ákvarða vöxt þess og viðgang. Prófessor E. Steeman Nielsen fann snilldaraðferð til þess að gera smásæjar plöntur hafsins geislavirkar, og er síðan hægt að ákvarða framleiðslu þeirra á lífrænu efni með Geiger-teljara. 1 fyrsta skipti voru nú slíkar athuganir gerðar í öllum heimshöfum. Telst Steeman Nielsen svo til, að árleg framleiðsla allra hafsvæða af lífrænu efni sé um 40.000.000.000 tonna, en það er álíka og ætlað er að landjörðin framleiði. Það er ekki einasta, að þessi þekking sé okkur mikils virði, ef reynt er að meta framleiðslugetu hafsins, held- ur skiptir hún okkur líka miklu máli í sambandi við rannsóknar á djúpdýmm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.