Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 55
Sigurður Þórarinsson: Öskubaunir I ritgerð þeirri um Hverfjall, sem ég skrifaði í Náttúrufræðinginn í fyrravetur, birti ég mynd af köggli úr túfflagi, sem myndaðist i sprengigosi því, er hlóð upp fjallið sjálft. Var neðra borð þessa túff- kögguls þakið þunnu lagi af reglulega hnöttóttum smákúlum, flestum 2—3 mm í þvermál. Ég nefndi í greininni, að kúlur þessar væru af písólítgerð og væru eins konar vikurkúlur, en fjölyrti ekki meira um þær, enda var þessi Hverfjallsgrein það löng, að mér þótti vart á bæt- andi. En síðan hefur mátt lesa í þessu tímariti1), að ekki sé eyðandi orðum að þeirri hugmynd, að þessar kúlur séu myndaðar í eldgosi, og greinarhöfundur segir sér ekki kunnugt um, að svona baunir geti myndazt á nokkurn annan hátt en sem afleiðing af útfellingu jáms í stöðuvötnum. Ég tel því rétt að víkja nokkrum orðum að þessum kúlum, ef verða mætti einhverjum til glöggvunar og fróðleiks. Þótt kúlumar í Hverfjallstúffinu (l.mynd) séu úr sama efni og vikur, er það ekki rétt, með tilliti til myndunarsögu þeirra, að kalla þær vikurkúlur. Innri gerð þeirra er þannig, að innst er kjarni, sem kalla mætti glerkjarna og er oft aðeins eitt stórt glerkorn, en utan um þennan kjama er lag eða lög af þéttsettum örsmáum, skarpkönt- óttum glerkomum. Glerið er brúnt basaltgler (sideromelan), og er yzta lagið stundum næsta hart. Elnska heitið á slíkum kúlum er vol- canic pisolites, en pisolit þýðir baunasteinn, og er því réttnefni ís- lenzkt að kalla þær öskubaunir. Það er nokkuð algengt, að öskubaunir myndist i eldgosum, og hafa ýmsir merkir eldfjallafræðingar lýst þessu fyrirbæri. Eldfjallafræð- ingurinn Frank A. Perret gat sér frægð fyrir hinar ítarlegu rannsókn- ir sínar á Vesúvíusargosinu 1906, einu mesta gosi frá því fjalli á síðari öldum, en Perret dvaldist á fjallinu, meðan gosið stóð sem hæst, 1) Trausti Einarsson: Athugasemdir við rannsókn Sigurðar Þórarinssonar á myndun Hverfjalls. Náttúrufræðingurinn 1953, bls. 151—169. 7

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.