Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 19
UPPRUNI OG DREIFING lSL. FISKISTOFNA 65 Flestir fiskar hrygna eingöngu á vorin, en síldin er ólík öðrum fiskum að því leyti, því að af henni eru tveir kynstofnar hér við land og er önnur hrygningin í marz (vorgotssíld), en hin síðari í júlí (sumargotssíld). Ég hef áður varpað fram þeirri spumingu, hvort þessar tvær hrygningar standi ekki í sambandi við þessi tvö hámörk plöntugróðursins á vori og síðsumri vegna þess, að krabba- flæmar, sem eru aðalfæða síldarseiðanna, munu vissulega vera háð- ar plöntumergðinni. En þetta orsakasamhengi verður eflaust torrakið enn um sinn, vegna vöntunar á rannsóknum. Nú ætla ég að taka síldina sem dæmi um hlýsævartegund, sem hrygnir við suður- og vesturströndina, og tilheyrir hún þannig megin- flokki nytjafiska okkar. Ætlun mín er að lýsa fyrir yður magni hrygningarinnar við strendur landsins, til þess að meginatriðin í því, sem þegar hefur verið sagt, verði enn ljósari. Ég hef lokið við rann- sóknir á götstöðvum tveggja annarra tegunda, loðnu og sandsílis, og gáfu þær rannsóknir mjög líka raun og sú, sem nú skal gerð að umtalsefni. Því miður höfum við ekki óyggjandi aðferð til að ákvarða legu síldargotstöðvanna vegna þess, að síldin hefur botnlæg egg, en til- raunir, sem gerðar hafa verið, til að finna þau á botninum, hafa lít- inn árangur borið (4). Við hurfum því að því ráði að reyna að kort- leggja útbreiðslu svifseiðanna, en sá annmarki er á þeirri aðferð, að straumar kunna að hafa borið seiðin talsverða vegalengd frá sjálfum gotstaðnum. Þó er það álit mitt og einnig annarra, sem með þessari aðferð hafa unnið, að með því að athuga útbreiðslu nýklakinna seiða, muni öll höfuðatriði koma í ljós, enda tókst að finna síldaregg ná- kvæmlega á þeim slóðum, þar sem svifseiða-rannsóknirnar bentu til, að mikið hefði kveðið að hrygningu. Rannsóknir okkar eru að því leyti fullkomnari en allar fyrri rann- sóknir, að stöðvanetið var miklu þéttara en áður tíðkaðist. Höfðum við þann hátt á að draga þéttriðinn seiðaháf í hálftíma á hverri athuganastöð, og telja síðan fjölda síldarseiða í hverjum drætti. Er fjöldinn táknaður með mismunandi stórum deplum á meðfylgjandi myndum. Fyrsta meginatriðið, sem í ljós kom, er það, að seiðin voru ekki jafndreifð, heldur fundum við langflest seiði á vissum svæðum. Þessi svæði skera sig úr ár eftir ár, þó að áraskipti séu að því, hvaða svæði er þýðingarmest. Þetta eru miðstöðvar hrygningarinnar, ef svo mætti að orði komast, og á milli þeirra eru svæði, þar sem fá 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.