Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 32
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN III. I blaðaviðtölum hefur Árni Friðriksson magister haldið mjög á loft þeirri staðhæfingu, að norðurlandssíldin tilheyrði norska hrygningar- stofninum, og að áður fyrr hefði verið um árlegar og reglulegar göng- ur milli Islands og Noregs að ræða. Árangur síldarmerkinganna, sem síðar verða gerðar að umtalsefni, hefur síðar verið túlkaður á þann hátt, að þessi skoðun væri nú sönnuð. Því miður var aldrei tekið til- lit til hinna fiskifræðilegu staðreynda, sem ég hef stuttlega minnzt á. Ekki hafa verið skiptar skoðanir um það, að síðustu árin, sem öll hafa verið sildarleysisár, var mikið af norðurlandssíldinni mjög gömul síld og bendir aldurssamsetning til þess, að upprunalega sé hún af norskum stofni að verulegu leyti. En þessi síld hefur þó ávallt verið æði ólík hinum eiginlega norska hrygningarstofni. Einstaka sinnum hefur á austursvæðinu orðið vart við síldartorfur, sem ætla má að hafi tilheyrt hinum eiginlega norska stofni, og er það helzta einkenni þeirra, að aldurssamsetningin er næstum sú sama og í norska stofninum á undanfarandi vetrarvertið (norski síldarfræð- ingurinn Th. Rasmussen gat þessa fyrirbæris í fyrsta skipti í grein í Náttúrufr. 4. hefti 1948. Þar gerir hann samanburð á norskri síld og síld er veiddist á Digranesbanka 28. júlí 1947 (3. mynd, bls. 153). Það er vel kunnugt úr sögu síldveiðanna, að austansíldin var ávallt ólík hinni eiginlegu norðurlandssíld, og má ætla að orsakir þess séu tvennar: 1) Síld af hinum eiginlega norska stofni var minni og magr- ari en norðurlandssíldin. 2) Á austursvæðið safnaðist stundum ís- lenzk sumargotssíld, sem einnig var minni og magrari en norðurlands- síldin. (Sem dæmi um þetta má nefna síldina, sem veiddist við Langa- nes sumarið 1939). Menn hafa árum saman vænzt þess, að úr síldarleysinu rættist við komu norsku sildarinnar til norðurlandsmiðanna vegna þess að sá stofn virðist griðarlega stór, ef dæma má eftir aflahrögðum við Noreg hin síðari ár. Það sem skiptir því mestu máli er spurn- ingin: Var norðurlandsstofninn á sildarárunum af norskum uppruna? Eins og kunnugt er komst Árni Friðriksson að þeirri niðurstöðu, að 98.5% hans tilheyrðu norska stofninum, og gerði hann ráð fyrir reglulegum göngum milli landanna (1). Ég mun á fræðilegum vett- vangi ítreka og bæta við rök mín fyrir því, að þessi ályktun sé ekki rétt, heldur muni norðurlandssíldin hafa verið blanda af íslenzkri vorgotssíld, íslenzkri sumargotssild og norskri síld, og íslenzki þátt- urinn sennilega yfirgnæfandi flest árin. Þó vil ég ekki halda því fram,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.